Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 144

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 144
142 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI veruleikans var gefin upp á bátinn og „dýrðin á ásýnd hlutanna“ leidd til öndvegis — en það er orðatiltæki sem finna má í þessari bók, eins og í Vefaranum mikla — er eins og Halldóri takist einkar vel að sigrast á þessum vanda. Það er sem hann standi frammi fyrir óræktarlandi, jarðvegurinn góður en grýttur og allt á kafi í illgresi. Hann er ekkert að tvínóna við að ráðast til atlögu við illgresi og ryðja burt grjóti og byrjar jafnóðum að gróðursetja í hina erjuðu jörð fagrar og blómberandi nytjajurtir. Hér er hin sama tvinnun upplýsingar og nytjahyggju við fegurðardýrkun sem einkennt hafði starf Fjölnismanna. Feir höfðu náð miklum árangri menningarlega, en þjóðfélagið stóð nær í stað, og kyrkingur kom í það sem þeir höfðu gróðursett. Nú var þjóðfélagið komið á hreyfingu, tæknivæðing hafin í sjávarútvegi, þéttbýli í myndun. En túnskæklar menningarinnar voru smáir og þýfðir og biðu manns með plóg og herfi og umfram allt stórhug. Þannig er hægt að hugsa sér að viðhorf Halldórs Laxness hafi verið á þessum árum, og vitaskuld ekki aðeins hans; margir aðrir sáu að hér var verk að vinna, og auðvitað litu sumir það allt öðrum augum en Halldór hvaða verkefni væru brýnust og hvernig væri haganlegast að vinna þau. Um það má fræðast í riti Árna Sigurjónssonar, sem brátt skal vikið að. Það er annars ástæðulaust að telja fram einkenni á ritsmíðum Halldórs Laxness í þessari bók. Það gæti naumast orðið annað en endurtekning á því sem margsagt hefur verið um greinasafn hans frá þessum tíma, Alþýðu- bókina. En af því að hér er að finna bæði eldri ritsmíðar og yngri er ástæða til að víkja stuttlega að þeim breytingum sem skynja má á áhugamálum og viðhorfum þegar greinarnar eru lesnar í tímaröð. Skemmst er frá því að segja að greinasafn þetta sver sig ótvírætt í ætt svo kallaðrar menningarróttækni, sem mikið kvað að bæði á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum á árunum milli heimsstyrjalda. Borgaraleg menning Evrópu er fyrirmynd og viðmiðun höfundar, og þá vitaskuld það besta sem sú menning hafði af sér fætt í listum og lífsháttum en ekki það sem markað var stöðnun og hræsni og líka var nóg af. Gagnrýnin á ýmsa ósiði sem nátengdir eru fátækt íslenskrar alþýðu og fáfræði, er eiginlega fagurfræðileg, eins og Peter Hallberg hefur bent á, fremur en að hún sé reist á kröfum um félagslegt réttlæti. ,,Það er ljótt að vera fátækur, elsku Dísa mín,“ segir Halldór við íslensku stúlkuna. En jafnframt gætir vitaskuld mikillar nýjungagirni: skáldið er hugfangið af örum breyting- um á veröldinni og skipar sér ótrauður í fylkingarbrjóst nýjungamanna: Með þeirri þjóð er lífræn menníng, þar sem nýúng fylgir nýúng; ný föt, ný ráðabreytni, ný endurfæðíng, ný hugsun, ný orð, ný nöfn — þetta eru altsaman dálitlar páskahátíðir í mínum augum. Eitt er sem ég tek frammyfir hið gamla, að öðru jöfnu, og það er hið nýa. (87)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.