Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 73

Andvari - 01.01.2006, Síða 73
andvari GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAГ 71 Nokkur einkenni á Ijóðagerð Snorra Hjartarsonar Ljóðagerð Snorra Hjartarsonar ber nokkur helstu einkenni módernismans þrátt fyrir að notkun þess hugtaks í þröngri bókmenntafræðilegri merkingu orki nokkurs tvímælis þegar um íslenska ljóðlist er að ræða. Stefna þessi átti upptök sín í iðnaðar- og borgarsamfélögum Vesturlanda þar sem atvinnu- hættir þróuðust hratt og leiddu til örrar þéttbýlismyndunar og upplausnar hefðbundinnar sveitamenningar. Þá mótuðu stéttaátök, styrjaldir og afleiðing- ar nýlendustefnunnar módernismann. Þessar þjóðfélagsaðstæður leiddu af sér firringu í mannlegum samskiptum og einangrun mannsins frá náttúrunni og ber bókmenntastefnan þess nokkur merki. Módernisminn átti samsvörun sína í rnarxismanum, heimspeki Friedrichs Nietzsches (1844-1900) og sálkönnun Sigmunds Freuds (1856-1939). Algeng stef í ljóðum módernista eru einsemd og einangrun auk glímu við hlutverk skáldskaparins við nýjar samfélags- aðstæður. Þá var tómhyggja áberandi þar sem margir fylgismenn stefnunnar litu svo á að hefðbundin sameiginleg andleg verðmæti væru mönnum að fullu glötuð án þess að nokkur ný gildi hefðu komið í staðinn. Samhliða þessum hugmyndalegu hræringum ástunduðu módernistar margháttaðar formtilraun- ir sem leiddu til formbyltingar ljóðsins.19 Hér á landi voru þær þjóðfélagshræringar sem módernisminn var sprottinn úr bæði síðar á ferðinni og urðu ekki eins djúptækar og víða á meginlandi Evrópu. Er því oft frekar stuðst við hið óljósa hugtak nútímaljóðlist þegar um hliðstæða stefnu í ljóðagerð hér á landi er að ræða. Orkar þá tvímælis hve- nær líta beri svo á að nútíminn í þessari merkingu hafi hafið innreið sína. í þessari grein verður ekki fjallað um þá spurningu heldur aðeins bent á helstu einkenni nútímaljóðlistar í þeirri þröngu merkingu sem hér hefur verið rædd. Skiptir formgerð ljóða þar mestu máli en með stefnunni vék hefð í ljóðagerð fyrir formtilraunum eða formbyltingu, hrynjandi og ljóðmál breyttist, notkun tilvitnana og vísana fór í vöxt og lögð var rækt við myndmál og þverstæður í stað röklegrar frásagnar.20 Snorri Hjartarson sór sig að ýmsu leyti í hóp módernista og án nokkurs efa ber að telja hann í hópi þeirra sem tóku þátt í að endurnýja íslenska ljóðlist um miðbik síðustu aldar. Meðal þess sem tengir Snorra við módernismann er n'kuleg notkun myndlíkinga. Að öðru leyti greindi Snorri sig þó frá stefnunni enda bendir Páll Valsson á að Snorri hafi bæði verið rómantískt náttúruskáld °g módernisti.21 Til dæmis gætir aldrei tómhyggju eða áherslu á tilgangsleysi mannlífsins í kveðskap hans.22 Við fyrstu sýn virðist meginþorrinn af kveðskap Snorra Hjartarsonar vera mnhverfur og persónulegur. Helga Kress hefur enda komist svo að orði að um ljóðagerð hans í heild megi segja að „... hún nálgist hið hreinlýríska, hina hreinu ljóðrænu, ...“ og telur hún að þess vegna sé mögulegt að líta á hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.