Andvari - 01.01.2006, Side 124
122
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
Hamlet á Akureyri
Að framan er ljóst, að í Amlóða sögu var pólitískur þráður og heimsbjörgunar-
legur keimur. Sama máli mun gegna um Hamlet á Akureyri, þrátt fyrir gjör-
ólíka útfærslu. Þetta mun í andstæðu við margar nýrri sýningar á Hamlet, eða
sem byggðar voru á Hamlet, svosem eins og þær sem þeir Wilson og Lepage
stóðu fyrir; þar er þáttur Fortinbras skorinn burt. Hins vegar má hugsanlega
sjá einhver líkindi með Akureyrar-Hamlet og Hamlet-sýningu Brooks, hvað
snertir vitsmunalega greiningu verksins, sem og sparneytni í áhrifameðulum.
Samkomuhúsið á Akureyri er lítið; salurinn tekur á þriðja hundrað í sæti á
gólfi og svölum; sviðið varla meira en einir 6 metrar á breidd og dýptin eitt-
hvað svipuð. En svo er framsvið með litlum hliðarsviðum.
Allt þetta var nýtt, en innkomur iðulega úr sal (Hóras í upphafi, Hamlet
eltir vofu föður síns, Rósinkranz og Gullinstjarni koma þaðan í upphafi, sem
og leikararnir, og Hamlet síðar eftir morðið á Póloníusi). Leikmynd Elínar
Eddu var í dökkum lit, þar á meðal sviðsgólfið; á parascena báðum megin
voru veggir sem hægt var að klifra upp á. í vinstra hornið (úr sal) upp eftir
þeim vegg hrökklast Hamlet þegar hann sér vofuna í fyrsta sinn, þar, sitt
hvoru megin fylgjast þeir vinirnir hann og Hóras með leiknum og viðbrögð-
um konungs, þar hengir hann Ófelíu upp í klausturatriðinu, þar felur hann sig
(hægra megin reyndar), þegar hann er að leika sér að hirðmönnunum.
Sviðið var að mestu autt. A framsviði var þó stór viðardrumbur og handan
við hann lítil lind gerð með ljósi. Yfir drumbinn var sett ábreiða, þegar þurfa
þótti. í síðari hluta leiksins var drumburinn fjarlægður. A rár inni á sviði
voru hengd tjöld sem notuð voru til sviðsskiptinga og dregin mismikið inn á
sviðsgólfið, en stundum lokað alveg; þau voru svört; sömuleiðis voru hengd
á rá reipi í röð, sem náð gátu fyrir allt baksviðið. Reipin minntu stundum á
fangelsisrimla. Bakveggurinn var hlutlaus og varpað á hann bæði myndum og
ljósum með ólíkum litum..
Búningar Elínar Eddu voru í dökkum litum, en þó með ýmsum blæbrigð-
um. Okkur var mikið í mun að þeir væru hvorki nútímalegir né með endur-
reisnarhefð. Hins vegar voru þættir úr hvoru tveggja þessu í þeim, þannig að
þetta voru leikhúsbúningar og áttu ekki að vera annað; í senn tímalausir og
þó með tilvísunum. Ég gef nú Elínu Eddu sjálfri orðið: „Út frá klæðnaði þarf
áhorfandinn að geta lesið persónur leiksins, fyrir hvað þær standa, stéttvísi
þeirra og jafnvel skapgerð. Hamlet hinn ungi sem syrgir föður sinn er t.d. í
alltof stórri skyrtu sem faðir hans átti, til þess að undirstrika þær tilfinningar
sem bærast með honum. Hinn nýi kóngur er í skinnklæddri jakkaslá sem er
afar ríkmannleg. Framsetning er þó aldrei í dæmigerðri tímasetningu, held-
ur er unnið með ákveðið tímaleysi sem ekki bindur leikinn í tíma og rúmi.
Sem sagt: Ytri og innri heimur persóna á mörkum fortíðar og framtíðar.