Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 124

Andvari - 01.01.2006, Síða 124
122 SVEINN EINARSSON ANDVARI Hamlet á Akureyri Að framan er ljóst, að í Amlóða sögu var pólitískur þráður og heimsbjörgunar- legur keimur. Sama máli mun gegna um Hamlet á Akureyri, þrátt fyrir gjör- ólíka útfærslu. Þetta mun í andstæðu við margar nýrri sýningar á Hamlet, eða sem byggðar voru á Hamlet, svosem eins og þær sem þeir Wilson og Lepage stóðu fyrir; þar er þáttur Fortinbras skorinn burt. Hins vegar má hugsanlega sjá einhver líkindi með Akureyrar-Hamlet og Hamlet-sýningu Brooks, hvað snertir vitsmunalega greiningu verksins, sem og sparneytni í áhrifameðulum. Samkomuhúsið á Akureyri er lítið; salurinn tekur á þriðja hundrað í sæti á gólfi og svölum; sviðið varla meira en einir 6 metrar á breidd og dýptin eitt- hvað svipuð. En svo er framsvið með litlum hliðarsviðum. Allt þetta var nýtt, en innkomur iðulega úr sal (Hóras í upphafi, Hamlet eltir vofu föður síns, Rósinkranz og Gullinstjarni koma þaðan í upphafi, sem og leikararnir, og Hamlet síðar eftir morðið á Póloníusi). Leikmynd Elínar Eddu var í dökkum lit, þar á meðal sviðsgólfið; á parascena báðum megin voru veggir sem hægt var að klifra upp á. í vinstra hornið (úr sal) upp eftir þeim vegg hrökklast Hamlet þegar hann sér vofuna í fyrsta sinn, þar, sitt hvoru megin fylgjast þeir vinirnir hann og Hóras með leiknum og viðbrögð- um konungs, þar hengir hann Ófelíu upp í klausturatriðinu, þar felur hann sig (hægra megin reyndar), þegar hann er að leika sér að hirðmönnunum. Sviðið var að mestu autt. A framsviði var þó stór viðardrumbur og handan við hann lítil lind gerð með ljósi. Yfir drumbinn var sett ábreiða, þegar þurfa þótti. í síðari hluta leiksins var drumburinn fjarlægður. A rár inni á sviði voru hengd tjöld sem notuð voru til sviðsskiptinga og dregin mismikið inn á sviðsgólfið, en stundum lokað alveg; þau voru svört; sömuleiðis voru hengd á rá reipi í röð, sem náð gátu fyrir allt baksviðið. Reipin minntu stundum á fangelsisrimla. Bakveggurinn var hlutlaus og varpað á hann bæði myndum og ljósum með ólíkum litum.. Búningar Elínar Eddu voru í dökkum litum, en þó með ýmsum blæbrigð- um. Okkur var mikið í mun að þeir væru hvorki nútímalegir né með endur- reisnarhefð. Hins vegar voru þættir úr hvoru tveggja þessu í þeim, þannig að þetta voru leikhúsbúningar og áttu ekki að vera annað; í senn tímalausir og þó með tilvísunum. Ég gef nú Elínu Eddu sjálfri orðið: „Út frá klæðnaði þarf áhorfandinn að geta lesið persónur leiksins, fyrir hvað þær standa, stéttvísi þeirra og jafnvel skapgerð. Hamlet hinn ungi sem syrgir föður sinn er t.d. í alltof stórri skyrtu sem faðir hans átti, til þess að undirstrika þær tilfinningar sem bærast með honum. Hinn nýi kóngur er í skinnklæddri jakkaslá sem er afar ríkmannleg. Framsetning er þó aldrei í dæmigerðri tímasetningu, held- ur er unnið með ákveðið tímaleysi sem ekki bindur leikinn í tíma og rúmi. Sem sagt: Ytri og innri heimur persóna á mörkum fortíðar og framtíðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.