Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 126

Andvari - 01.01.2006, Síða 126
124 SVEINN EINARSSON ANDVARI veru), og engin hreyfing var viðhöfð án merkingar. Þó að ýmsar sviðslausnir væru í anda sjónhendingastíls, voru þær allar leiddar út frá atburðakjarna, en ekki sóttar utan að. í heild var sýningin jafnt í útbúnaði sem leikmáta míni- malisk; áhrifameðulum spart beitt og eingöngu þegar ekki varð hjá því komist til að færa flæði atvikanna frá einum hól til annars. Þegar slík sparneytni á sviði er leiðarljós og þegar hreyfingin í leiknum ekki minni innra en ytra, skiptir hljóðheimur sýningarinnar mjög miklu máli. Sverrir Guðjónsson lýsir sinni vinnu á eftirfarandi hátt: „Hvernig hljómar söngur trjádrumbs? Þessari hugsun skaut upp í kollinum á mér, þegar ég leit trjádrumbinn hennar Elínar Eddu augum, á miðju leiksviðinu. - Tónlistin leynist í textanum og því afar mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim til- finningum sem bærast með persónunum og láta tónlistina styðja við fram- vindu verksins. Hvar eru dramatískar hæðir, lægðir og hvar ríkir þögnin ein? Litur, áferð og tilfinning tónlistar skipta miklu máli og geta haft djúpstæð áhrif á undirmeðvitund áhorfenda. - Hljóðheimur Hamlets er lagskiptur þar sem hljóð blandast saman og mynda heild. í óhugnanlegum hljóðheimi aft- urgöngunnar leynast ýmis hljóð sem eru leikin afturábak. Sjálfur raðaði ég saman raddskúlptúrum sem ég söng og hljóðritaði í hinum undarlega hljóð- heimi kúlunnar, í Ásmundarsafni. - Ófelía fær nokkrar laglínur sem tengjast ljóðatextum. Mýkt hörpunnar fylgir henni en breytist og bjagast eftir því sem hugarvíl hennar vex. Hin engiltæra rödd Ófelíu hljómar í hæstu hæðum þegar drottningin flytur sorgarljóð um andlát hennar og áttar sig á afleiðingum svika og illra verka. - Hvernig hljómar þá söngur trjádrumbs? Slagverksdeild Sinfóníuhljómsveitarinnar átti nokkra sérsmíðaða kassadrumba sem ég próf- aði að leika á í mikill heyrð. Þarna var kominn sá hljóðheimur sem áhorf- endur mættu þegar þeir gengu í salinn, 12 mínútum fyrir upphaf sýningar. Á sviðinu einmana trjábolur umvafinn dökkum litum margbreytilegra trétóna, sem í gegnum áslátt gefa til kynna skapadægur, örlög sem ekki verða umflúin. Tónar drumbanna fylgja Hamlet leynt og ljóst í gegnum sýninguna og deyja með síðasta andvarpi Hamlets“. í samræmi við þetta gegndi ljósbeiting Egils Ingibergssonar iðulega tákn- legu hlutverki. I ofangreindu atriði drottningar var bakveggurinn sveipaður rómantískri stemningu lita á hreyfingu sem skírskotaði til drukknunar Ofelíu á sama tíma og frásögn drottningar varð kaldari og tilfinningalausari því ljósara sem henni varð samhengi hlutanna. Annað dæmi: Þegar Fortinbras sviptir sig herklæðum í lokin og lætur kvenhár sitt falla, rofar til á myrkum bakveggnum og himinninn verður heiður og blár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.