Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 163

Andvari - 01.01.2006, Side 163
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 161 (1978). Guðjón hefur svo að ég viti til aldrei gefið út jafn bíræfna yfirlýsingu og gengur alls ekki jafn langt og Tuchman í að forðast eftirheimildir en þó held ég að það sé gagnlegt fyrir þá sem fjalla um bækur hans að hafa þetta í huga. Það má líka tína til mikilvægan greinarmun á Guðjóni og Barböru Tuchman. Guðjón hefur verið gagnrýndur fyrir skáldaðar sviðsetningar. Gagnrýnin á þær hefur verið af tvennu tagi. Annars vegar hefur komið fram það sjónarmið að þegar sagnfræðingar fari að „búa til“ eitthvað sem aldrei gerðist og enginn fótur er fyrir séu þeir komnir út á hættulega braut. Þar að auki loki sviðsetningar höfund, sögumann og lesendur inni í einni túlkun og þrengi sjóndeildarhring þeirra. Höfundi sagnfræðirits sé þó hættara við að velja ófrumlegar leiðir í sviðsetningu.13 Best er að játa það strax að ein ástæða þess að mér fellur betur við hina nýju ævisögu Hannesar Hafstein en sumar aðrar ævisögur Guðjóns er að mun minna fer fyrir sviðsetningum atburða en oft áður. Barbara Tuchman skýrir raunar ekki hvers vegna hún er andvíg sviðsetn- ingum en segir á einum stað: „Ég bý ekkert til, ekki einu sinni veðrið“.14 A hinn bóginn hikar hún ekki við að nota sviðsetningar þeirra sem voru við- staddir atburðina og sagnarit hennar eru auðug af smáatriðum. Að því leyti fer smekkur þeirra Guðjóns Friðrikssonar greinilega saman og munurinn felst ef til vill í því við hversu auðugar heimildir er að styðjast. Sjálfum finnst mér Guðjón bestur þegar hann hefur úr mestu að moða og hann gefur Tuchman lítið eftir í að grafa upp frumheimildir sem gæða söguna lífi. Annar munur á Barböru Tuchman og Guðjóni er vitaskuld að hann hefur sérhæft sig í ritun ævisagna. Barbara Tuchman samdi aðeins eina ævisögu en raunar einnig aðra bók þar sem ævi manns myndaði eins konar ás. Hún hefur gert sérstaka grein fyrir ævisagnaforminu og segist aðeins nota ævisögur til að koma á framfæri tilteknu tímabili, hugarfari eða sögulegu ástandi.15 Sagnarit hennar eru þó eigi að síður auðug af fólki í forgrunni og Tuchman hikar ekki við að færa sér í nyt áhuga lesenda sinna á fólki til að halda þeim við efnið.16 En miklu munar á aðstæðum á bókamarkaði. Barbara Tuchman bjó við umtalsvert stærri markað og hafði þar af leiðandi meira frelsi. Til að ná til lesenda hefur Guðjón Friðriksson haldið sig við form sem er fyrirfram vinsælt en er um leið svolítið íhaldssamt.17 Enn hefur hins vegar lítið farið fyrir því að sagnarit á sviði þar sem ekki er hefð fyrir metsölu hafi slegið í gegn á markaði. Þar eru skáldsögur ennþá líklegri til að ryðja nýjum áhuga braut. Þó að hún standi alls ekki í fræðilegri umræðu við aðra sagnfræðinga og hirði lítt um eftirheimildir fer ekki milli mála að Barbara Tuchman var bæði frumleg í hugsun og snjall rithöfundur. Samanburður við hana er því engum íslenskum höfundi í hag en Guðjón Friðriksson hefur ótvírætt náð miklum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.