Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 7
ANDVAIU
Magnús Guðmundsson.
Eftir Jón Sigurðsson.
I.
Magnús Guðmundsson alþm. var fæddur að Rútsstöðum í
Svínadal 6. febr. 1S79. Foreldrar hans voru hjónin Guðmund-
ur Þorsteinsson, bóndi í Holti í Svínadal, og kona hans, Björg
Magnúsdóttir. Reistu þau fyrst bú á Rútsstöðum, en fluttu það-
an að Holti, föðurleifð Bjargar, og hjuggu þar til elli; voru
þau jafnan kennd við þá jörð.
Guðmundur í Holti (f. 18. febr. 1847, d. 12. febr. 1931) var
maður mjög vel gefinn, og sérstaklega var minnisgáfu hans
við brugðið. Hann var mikill búhöldur, fastheldinn á fornar
venjur og fésæll. Hann var mjög vel að sér í fornum fræðum.
Faðir Guðmundar í Holti var Þorsteinn Helgason bóndi á
Grund í Svínadal; hann var Sunnlendingur, kominn af góðum
bændaættum á Suðurlandi (Bolholtsætt). Þorsteinn dó ungur
frá mörgum og mannvænlegum börnum. Eitt af börnum hans
og bróðir Guðmundar í Holti var Jóhann prófastur í Stafholti.
Kona Þorsteins á Grund og móðir Guðmundar í Holti var
Sigurbjörg, dóttir séra Jóns Jónssonar, prests á Auðkúlu, er
drukknaði í Svínavatni 1817, og konu hans, Ingibjargar Odds-
dóttur, prests á Miklabæ, er hvarf, Gíslasonar biskups á Hól-
um Magnússonar.
Björg húsfreyja í Holti var fædd á Grófargili í Skagafirði
10. sept. 1874 (d. 24. des. 1920). Hún var gáfukona, valkvendi,
mild, góðgjörn og hjálpfús; unni Magnús sonur hennar henni
mjög.
Faðir Bjargar, Magnús bóndi í Holti, var Skagfirðingur.
Hann bjó fyrst að Víðimýri, en fluttist síðar vestur i Svartár-