Andvari - 01.01.1942, Side 10
6
Jón Sigurðsson
ANDVARI
II.
Þegar Magnús Guðmundsson hafði lokið embættisprófi við
háskólann, var hann sama ár skipaður aðstoðarmaður í at-
vinnumálaráðuneytinu og gegndi því starfi til 1912. Þetta varð
honum góður skóli. í stjórnarráðinu kynntist hann ýmsu, er
snerti atvinnuvegi landsmanna, og starfsháttum í stjórnarráð-
inu; kom hvort tveggja honum að góðu haldi síðar.
í stjórnarráðinu vakti hann athygli yfirboðara sinna fyrir
dugnað og glöggskyggni.
Þann 28. marz 1912 var Magnús Guðmundsson skipaður af
stjórnarráðinu til að rannsaka gjaldkeramálið, er svo var
kallað. Lagði hann í það mikla vinnu og hafði lokið rannsókn-
inni áður en hann fór norður til Skagafjarðar.
Sama ár losnaði Skagafjarðarsýsla. Féklc Magnús þá veit-
ingu fyrir henni 24. júlí 1912 og kom norður til embættisins
í byrjun sept. s. á.
Daginn eftir að Magnús kom til Skagafjarðar, héldu Skag-
firðingar Páli V. Bjarnasyni fjölmennt kveðjusamsæti á Sauð-
árkróki og heilsuðu jafnframt hinum nýja sýslumanni. Var
þar margt manna víðs vegar úr héraðinu, margar ræður fluttar
og mikill gleðskapur. Minntist Magnús oft á síðari árum þess-
ara fyrstu kynna sinna af Skagfirðingum.
Það var engan veginn vandalaust að setjast í sýslumanns-
sætið. Skagfirðingar höfðu átt því láni að fagna i meira en
heila öld að hafa ágæta sýslumenn, hvern fram af öðrum,
prýðilega embættismenn og margir þeirra héraðshöfðingjar,
er héraðsbúar treystu til forustu og báru virðingu fyrir.
Það kom brátt í ljós, að Magnús Guðmundsson var fyllilega
þessum vanda vaxinn. Páll V. Bjarnason sýslumaður kvartaði
oft um, hve störfin við sýslumannsembættið ykjust árlega
vegna nýrra lagafyrirmæla og skriffinnsku. Hann varð því að
taka skrifara öðru hverju síðari árin sér til aðstoðar; var Páll
þó talinn góður starfsmaður.
Magnús hafði aldrei skrifara, hann tók daginn snemma, og
störfin gengu honum svo létt úr hendi, að oft var hann búinn
með dagsverkið um og eftir hádegi og allt afgreitt, er fvrir lá.