Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1942, Side 10

Andvari - 01.01.1942, Side 10
6 Jón Sigurðsson ANDVARI II. Þegar Magnús Guðmundsson hafði lokið embættisprófi við háskólann, var hann sama ár skipaður aðstoðarmaður í at- vinnumálaráðuneytinu og gegndi því starfi til 1912. Þetta varð honum góður skóli. í stjórnarráðinu kynntist hann ýmsu, er snerti atvinnuvegi landsmanna, og starfsháttum í stjórnarráð- inu; kom hvort tveggja honum að góðu haldi síðar. í stjórnarráðinu vakti hann athygli yfirboðara sinna fyrir dugnað og glöggskyggni. Þann 28. marz 1912 var Magnús Guðmundsson skipaður af stjórnarráðinu til að rannsaka gjaldkeramálið, er svo var kallað. Lagði hann í það mikla vinnu og hafði lokið rannsókn- inni áður en hann fór norður til Skagafjarðar. Sama ár losnaði Skagafjarðarsýsla. Féklc Magnús þá veit- ingu fyrir henni 24. júlí 1912 og kom norður til embættisins í byrjun sept. s. á. Daginn eftir að Magnús kom til Skagafjarðar, héldu Skag- firðingar Páli V. Bjarnasyni fjölmennt kveðjusamsæti á Sauð- árkróki og heilsuðu jafnframt hinum nýja sýslumanni. Var þar margt manna víðs vegar úr héraðinu, margar ræður fluttar og mikill gleðskapur. Minntist Magnús oft á síðari árum þess- ara fyrstu kynna sinna af Skagfirðingum. Það var engan veginn vandalaust að setjast í sýslumanns- sætið. Skagfirðingar höfðu átt því láni að fagna i meira en heila öld að hafa ágæta sýslumenn, hvern fram af öðrum, prýðilega embættismenn og margir þeirra héraðshöfðingjar, er héraðsbúar treystu til forustu og báru virðingu fyrir. Það kom brátt í ljós, að Magnús Guðmundsson var fyllilega þessum vanda vaxinn. Páll V. Bjarnason sýslumaður kvartaði oft um, hve störfin við sýslumannsembættið ykjust árlega vegna nýrra lagafyrirmæla og skriffinnsku. Hann varð því að taka skrifara öðru hverju síðari árin sér til aðstoðar; var Páll þó talinn góður starfsmaður. Magnús hafði aldrei skrifara, hann tók daginn snemma, og störfin gengu honum svo létt úr hendi, að oft var hann búinn með dagsverkið um og eftir hádegi og allt afgreitt, er fvrir lá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.