Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 12
8
Jón Sigurðsson
ANDVARI
aðarstörf. Þannig var hann formaður sparisjóðs Sauðárkróks
frá 1912—1918, og fleira mætti telja, ef rúm leyfði.
Árið 1916 fóru fram alþingiskosningar. Frá því um alda-
mótin 1900 höfðu sjálfstæðismenn, er þá nefndust Valtýingar,
og heimastjórnarmenn elt grátt silfur í Skagafirði. Allt þetta
tímahil höfðu sjálfstæðismenn horið liærri hlut við alþingis-
kosningar. Þegar hér var komið sögu, var sundrung komin
upp í forustuliði sjálfstæðismanna í Reykjavík (þversuin- og
langsummenn). Veikti þetta flokltinn og gerði ýmsa sjálf-
stæðismenn óráðnari en áður.
Þegar kosningarnar 1916 fóru í hönd, voru heimastjórnar-
menn vonlausir um að koma samflokksmanni að í Skagafirði.
Þeir sáu sér þó leik á liorði til að hefna að nokkru fyrri ófara.
Þeim var vel kunnugt um traust það og vinsældir, er Magnús
Guðmundsson naut í héraðinu. Þeir sneru sér því til hans á-
samt nokltrum sjálfstæðismönnum og skoruðu á hann að gefa
kost á sér til þingsetu.
Með þessum samtökum var Magnúsi raunverulega tryggt
þingsætið, en vegna vinsælda sinna féklc hann miklu fleiri at-
kvæði en hann eða nokkurn grunaði. Annar frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingmaður féll og Magnús
Guðmundsson var kosinn fyrsti þingmaður Skagfirðinga.
Aður en Magnús gaf kost á sér til þingsetu, hafði hann ekki
gefið sig að stjórnmálum. Á undirbúningsfundum undir al-
þingiskosningarnar lýsti hann því yfir, að hann stæði utan
flokka, enda studdur, eins og áður er sagt, af mönnum úr báð-
um aðalstjórnmálaflokkunum. Skagfirðingar nutu Magnúsar
skamma hríð sem sýslumanns eftir þetta, og skemur en þeir
hefðu kosið.
Þann 13. marz 1918 var Magnús skipaður skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu og fluttist suður með fjölskyldu sína
næsta vor. Þótti Skagfirðingum mikið fyrir að missa hann úr
héraðinu. Skömmu síðar sendu þeir honum vandað gullúr að
gjöf sem lítinn viðurkenningar- og þakklætisvott fyrir störf
hans í þágu héraðsins.