Andvari - 01.01.1942, Side 13
AXDVAIU
Magnús Guðmundsson
9
III.
Tímabilið 1916—24 mætti kalla upplausnar- og nýmyndunar-
tíma í sögu íslenzkra stjórnmálaflokka. Á þessu tímabili voru
aðalstjórnmálaflokkarnir, er nú starfa, stofnaðir og að mestu
fullmótaðir.
Gömlu stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðis- og Heimastjórnar-
flokkurinn, höfðu aðallega myndazt og mótazt af stjórnmála-
baráttunni við Dani um aukin landsréttindi þjóðinni til handa.
Þessari baráttu var ekki lokið 1916. Heimsstyrjöldin, sein
hófst 1914, liafði þó þá þegar leitt í Ijós vanmátt Dana til að
hjálpa okkur, þegar mest á reið. íslendingar urðu að bjarga
sér af eigin rammleik, án þeirra aðstoðar eða milligöngu.
Reynslan sýndi, að þeir gátu þetta á ýmsum sviðum. Þessir
atburðir urðu til þess að stórauka trú þjóðarinnar á eigin
mátt og jafnframt þoka landsmönnum saman um sameigin-
legar kröfur á hendur Dönum í sjálfstæðismálinu.
Með lausn sambandsmálsins 1918 var þetta gamla deilumál
flokkanna úr sögunni.
Jafnhliða þessari þróun sjálfstæðismálsins ná önnur við-
fangsefni vaxandi tökum á stjórnmálamönnunum. Pólitísk
stéttasamtök hefjast og þar af leiðandi ýmiss konar hagsmuna-
togstreita, er átti sinn þátt í að skipta þjóðinni í nýja flokka og
leysa upp gömlu flokkana.
Gamlir þingmenn og flokksforingjar voru þá fallnir frá eða
féllu í valinn á þessuin árum, og nýir menn komnir í þeirra
stað, er ekki höfðu sömu tök á flokksmönnum sínum og kjós-
endum.
Loks voru ungir menn og stórhuga, er þótti olnbogarúmið
of lítið í gömlu flokkunum til þess að geta beitt kröftum sín-
um. Þeir kusu því að stofna nýja flokka, er gætu hafið þá til
valda og metorða.
Þegar Magnús Guðmundsson kom á þing 1916, voru þessar
hreyfingar að hefjast fyrir alvöru. Alþýðusamband íslands
var stofnað snemma á árinu 1916, og þingflokkur Framsóknar-
flokksins á aukaþinginu 1916—17.
Aðalflokkarnir á þinginu 1916—17 voru Heimastjórnar-