Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 22
18
Jón Sigurðsson
ANDVABI
í fjárveitinganefnd átti hann alllengi sæti og var formaður
hennar um hríð.
í miðstjórn íhaldsfl. átti hann sæti frá upphafi og síðar í
miðstjórn Sjálfstæðisfl. til æviloka og var jafnan varaform.
þess flokks.
Aulc þess hlaut hann ýmis heiðursmerki, en frá þeim kann
ég ekki að greina, og sjálfur lét Magnús litið uppi um þann
frama.
VII.
Ef spurt væri, hver voru mestu áhugamál Magnxisar Guð-
mundssonar, hygg ég, að svarið geti aðeins fallið á einn veg:
efling landbúnaðarins og velgengni bændastéttarinnar, að land-
húnaðurinn og íslenzk bændamenning skipuðu öndvegissess í
islenzku þjóðlífi.
Magnxis var hóndason, uppalinn í sveit og hafði bundið
ti-yggð við sveitirnar og bændurna. En umhyggja hans fyrir
sveitunum var annað og meira en tryggð. Sannleikurinn var,
að það var þvi likast eins og sveitirnar og bændurnir væru
hluti af honum sjálfum. Þess vegna drógust bændurnir eins
og ósjálfrátt að honúm, bæði flokksmenn og andstæðingar.
Þeir áttu svo auðvelt með að skilja hann og hann þá.
Þessi þáttur í eðli Magnúsar var svo sterkur, að þrátt fyrir
langt skólanám og 20 ára óslitna dvöl í Reykjavík, varð Magn-
xis aldrei Reykvíkingur. Hann var alltaf sveitabóndi í hug og
hjai'ta. Hin sérstöku málefni Reykjavikurbæjar leiddi hann að
mestu hjá sér, og Reykvíkingar, aðrir en nánustu samstarfs-
rnenn hans, skildu hann ekki og kunnu 'því eklii að meta hann
að verðleikum.
Magnúsi var umhugað um, að það, sem gert væri til umbóta
í sveitunum, væri reist á traustum hornsteinum, og kunni vel
að greina á milli, hvort tillögur í þeirn efnum væru bornar
fram til gildis eða aðeins til gyllingar. Hann hafði óbeit á öllu
því, sem kallað er að sýnast, bæði á þessu sviði og öðrum.
Meðfædd varfærni lians og samvizkusemi aftraði honum frá
að gerast forgöngumaður mála eða framkvæmda án undan-
genginnar rannsóknar eða athugunar. Hann vildi ekki taka á