Andvari - 01.01.1942, Page 41
andvari
Sjálfstæðismál íslendinga 1830-1942.
Eftir Jónas Jónsson.
I.
Það eru nú rúmlega 110 ár, síðan íslendingar hófu samfellda
sókn í sjálfstæðismáli sínu. Baldvin Einarsson reið á vaðið. Síð-
an komu Fjölnismenn, þá Jón Sigurðsson og samherjar hans.
Eftir andlát Jóns Sigurðssonar, 1879, var Benedikt Sveinsson
foringi í frelsismáli þjóðarinnar í tuttugu ár. Með aldamótun-
nni varð grundvöllurinn breiðari, ef svo má segja, í sjálfstæðis-
niálinu. Þjóðin öll sótti fram, í nokkrum flokksdeildum.
^kömmu eftir aldamótin kom skilnaðarhreyfingin fyrst fram
fyrir alvöru. Ungmennafélögin og stúdentafélagið tóku upp
baráttu fyrir íslenzkum fána. Leið svo fram að 1918. Þá viður-
kenndu Danir loksins, að ísland væri sjálfstætt ríki, þó að
niargar takmarkanir fylgdu.
II.
Hvers vegna gerðu höfuðleiðtogar íslendinga um nálega
heillar aldar bil sjálfstæðismálið að sameiginlegu megintak-
niarki íslenzku þjóðarinnar. Því er fljótsvarað: Þar fór saman
hagsýni og metnaður. Saga landsins sýndi ótvírætt og undan-
fekningarlaust, að þvi meiri völd, sem erlendir menn höfðu
yfir íslandi, því verr vegnaði þjóðinni, og að því meiri áhrif,
sem íslenzkir menn höfðu á meðferð þjóðmálanna, því betur
blómgaðist hagur almennings og einstaklinganna. Að því er
snertir metnað, þá er það hverri þjóð áskapað, að hún vill
stýra sér sjálf og ekki hlíta forsjá erlendra þjóða. Engin
menntuð þjóð sættir sig við það metnaðarleysi að vera i hús-
mennsku hjá annarri þjóð. Ef þjóð hættir að vilja vera frjáls