Andvari - 01.01.1942, Page 44
40
Jónas Jónsson
ANDVARI
verzlunarmálunum var slilið af íslendingum, 1854, var þjóðin
svo lömuð, að mörg ár liðu, þar til hún byrjaði að sýna í verki,
að hún væri elcki lengur bundin í fjötrum danskrar einokunar.
íslenzk kaupfélög og kaupmenn byrjuðu hina fyrstu eiginlegu,
þjóðlegu viðreisn í verzlunarmálum um 1870 og færðust í auk-
ana eftir 1880. En danska verzlunarstéttin hélt þó dauðahaldi
í yfirráð íslenzku verzlunarinnar, þar til sími var lagður til
útlanda eftir aldamótin. Stærstu átökin hafa þó verið gerð i
verzlunarmálum eftir að Samhandið hóf heildsölustarfsemi
í Reykjavík 1917 og íslenzkir kaupmenn höfðu náð fiskverzl-
uninni í sinar hendur frá milliliðunum í Danmörku.
Hnignunartími þjóðarinnar er óslitinn frá því, er íslendingar
gera gamla sáttmála við Noregskonung, 1262—64, og þar til
1750, að Skúli Magnússon er orðinn valdsmaður í Reykjavík.
Skúli byrjar viðreisnarbaráttuna, hæði í verzlun, iðnaði og út-
gerð. Hann beið að vísu ósigra á mörgum vígvöllum. En
ósigrar hans voru þó byrjun að framtíðargengi íslenzku þjóð-
arinnar. Skúli heimtaði i verki íslenzka stjórn í atvinnumál-
um landsmanna. Og á þeim tæpum tveim öldum, sem liðnar
eru síðan hann hóf sína víðtæku umbótabaráttu, hefur þjóðin
eftir mætti fetað í fótspor hans og brotið flesta þá fjötra, sem
lagðir voru á íslendinga, meðan þeir voru háðir pólitísku
valdboði framandi þjóðar.
Síðan á dögum Skúla fógeta hefur hver sóknin verið hafin
af annarri til að slíta hin útlendu bönd af þjóðinni. Eggert
Ólafsson er brautryðjandi á vegum íslenzkra náttúruvísinda.
í fótspor hans feta Sveinn Pálsson, Jónas Hallgríinsson, Þor-
valdur Thoroddsen og margir yngri menn. í bókmenntum
grundvalla Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrimsson íslenzkt
sjálfstæði í slcáldskap, en í listum Sigurður Guðnmndsson mál-
ari, Einar Jónsson myndhöggvari og Guðjón Samúelsson húsa-
meistari, hver i sinni grein. Svo ungt og nýfengið er íslenzkt
sjálfstæði í listum, að brautryðjendur þjóðarinnar í mynd-
höggvaramennt og húsagerð eru enn á lífi og mitt í frjóu
sköpunarstarfi.