Andvari - 01.01.1942, Side 50
46
Jónas Jónsson
ANDVARI
heimtu dönsku liéruðin með Versalasamningnum, og þeir höfðu
ekki látið undan íslendingum meira en minnst varð við komið.
Ef þeim gat tekizt að bjarga konungssambandinu við ísland,
vissu þeir, að ísland yrði þó í augum annarra þjóða talið dönsk
hjálenda eins og áður.
X.
Með sáttmálanum frá 1918 byrjaði nýtt tímabil í skiptum
Dana og íslendinga. Að vonum varð lítið úr þeim þætti sam-
komulagsins, að Danir tækju að auglýsa ísland sem sambands-
ríki hvarvetna þar, sem þeir liefðu sendimenn eða ræðismenn.
Stærðarmunurinn á þjóðunum var of mikill til þess, að jafn-
ræði kæmist að í þeim efnum. Auk þess var Dönum yfirleitt
ekki neitt liugðarmál að auglýsa sjálfstæði íslands.
En að því er kom til beinna aðgerða danskra stjórnarvalda,
bæði ríkisstjórnar og fulltrúa erlendis, þá sýndu þeir yfirleitt
skyldurækni í störfum sínum fyrir ísland, þegar á reyndi. Hitt
er annað mál, að slíka menn skorti enn sem fyrr kunnugleika
á íslenzkum málum.
Islendingar reyndu í framkvæmdinni að auka sjálfstæði sitt,
eftir því sem sáttmálinn leyfði. Þeir fluttu æðsta dómsvaldið
inn í landið. Þeir byrjuðu að eiga gæzluskip vegna landhelgis-
varnanna. Danir tóku að vísu í fyrstu fremur kuldalega þeirri
viðleitni, en sættu sig þó við orðinn hlut. íslendingar tóku
brátt virkan þátt i utanríkismálum sínum, með því að senda
samninganefndir til ýmissa landa. Þeir gengu í raun og veru
frá viðskiptasamningum fyrir íslenzka ríkið við útlend ríki,
þó að sendimenn Dana létu þar líka í té velviljaða aðstoð. Aft-
ur á móti neituðu Danir algerlega að skila íslenzku handrit-
unum, sem geymd voru þar í landi frá því að Kaupmannahöfn
var stjórnar- og menntasetur íslendinga.
Sambúð Dana og íslendinga batnaði að verulegum mun við
samkomulagið 1918. Stjórn og forráðamenn Dana vildu halda
sáttmálann fyrir sitt leyti. Auk þess viðurkenndu Danir, að ís-
lendingar væru ekki aðeins seigir og þrákelknir í sjálfstæðis-
baráttunni, heldur kæmi líka fram þrek og kraftur í umbóta-