Andvari - 01.01.1942, Side 52
48
Jónas Jónsson
ANDVARI
skrií'stoí'u sína erlendis vera í Kaupmannahöfn, þó að við-
skiptamagn dansk-íslenzkra verzlana minnkaði með úri hverju.
Svo sterk voru hin ósýnilegu tengsl við Kaupmannahöfn, að
Eimskipafélagið lét flest skip sín í aldarfjórðung sigla frá Dan-
mörku meðfram strönd Svíþjóðar, án þess að koma þar við
nema endrum og eins. Að lokum var ákveðið, rétt áður en síð-
ari heimsstyrjöldin skall á, að Eimskipafélagið léti byggja nýtt
og stórt skip, þar sem helmingur af skiprúminu var ætlaður
til mannflutninga. Skipið átti að ganga milli íslands og Dan-
merkur. Að vetrinum hefði skipið verið hálftómt, að sumrinu
hefði það verið fljótandi gistihús, til þess að flytja íslendinga,
sem numið hefðu land í Danmörku á æskuárum, til hressingar
á fornar stöðvar. Þegar forráðamönnum Eimskipafélagsins var
bent á að smíða heldur 3000 smálesta skip til beinna ferða við
Ameríku, með nokkru farþegarúmi yfir þiljum, þá var það
talin fjarstæða og fullyrt, að rekstrarhalli á slíku skipi mundi
ekki verða minni en 400 þús. kr. árlega. Stríðið hindraði þessar
ráðagerðir um skipasmíð. En þegar Stauning leit yfir straum-
ana i dansk-íslenzkri sambúð 1939, þá hafði hann ríkulega
ástæðu til að vera sigri hrósandi. Bráðabirgðalausn fánamáls-
ins og skilnaðarmálsins 1918 hafði hvorki vakið metnað né
hrifningu íslenzku þjóðarinnar. Síðan höfðu Danir fyrir sitt
leyti lagt stund á að fá íslendinga til að sætta sig við það, sem
þeir neituðu 1908, að hafa konung Dana sem æðsta starfsmann
íslenzku þjóðarinnar. Auk þess kom í ljós, að enn lifði í göml-
um glæðum. íslenzkir embættismenn höfðu verið konung-
kjörnir liðþjálfar danskrar stjórnar á Islandi. Andi hinnar
konungkjörnu sveitar lifði í brjóstum þeirra Islendinga, sem
vildu hafa Dannebrog fyrir sameiginlegt þjóðernistákn Dana
og íslendinga.
Meðan Danir sýndu svo að segja daglega óbilgirni og yfir-
drottnunarhneigð í skiptum við íslendinga, voru íslenzkir
stúdentar í Kaupmannahafnarháskóla athafnasamir í farar-
broddi sjálfstæðismálsins. Laust eftir aldamótin höfðu þeir
raunverulega hindrað hina svo nefndu skrælingjasýningu, þar
sem Danir ætluðu að sýna heiminum veldi sitt og hafa hlið