Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1942, Page 59

Andvari - 01.01.1942, Page 59
andvari Sjálfstæðismál fslendinga 1830—1942 55 XV. Skömmu eftir að gengið var frá kosningu ríkisstjóra og her- verndarsamningi við Bandaríkin, byrjuðu að ltoma sprungur i grundvöll þjóðstjórnarinnar. Haustið 1941 sagði ráðuneytið af sér út af misklíð um dýrtíðarmálin. Stjórnin lifði þó af það áfall, en leystist sundur vorið 1942. Ólafur Thors myndaði þá flokksstjórn sjálfstæðismanna um kjördæmamálið, með vel- vild beggja verkamannaflokkanna. Jafnframt ákvað ráðuneytið að beita sér fyrir fullkomnum skilnaði íslands og Danmerkur þá um sumarið og haustið. Þjóðstjórnin hafði haft tilbúið frumvarp að lýðveldisstjórnarskrá, eftir áður nefnda fjóra lagamenn, þar sem vald konungs var fært yfir á þingkjörinn forseta. Ríkisstjórnin fékk nú kosna nefnd úr þinginu til að endurskoða frumvarp lögfræðinganna og búa það í hendur sumarþinginu 1942. Nú höfðu þau missmíði orðið á um meðferð sjálfstæðis- málsins, í fyrsta sinn.eftir 1918, að hafizt var handa með nýjar aðgerðir, án þess að hafa fyrir fram tryggt sér samþykki Al- þingis. Sú breyting, sem gerð var á stjórnarskránni vorið og sumarið 1942, var andstæð Framsóknarflokknum, en talin til sérstakra hagsbóta fyrir hina þrjá flokkana. Framsóknarmenn sögðu, að þeir hefðu ekki verið til kvaddir um málefnatilbún- ing þennan og stjórnin jafnvel gengið svo langt að tengja hina fyrirhuguðu lýðveldisstofnun beinlínis við kjördæmabreyt- ingu þá, sem valdið hafði svo mikilli sundrungu í landinu, þegar þjóðin mátti sízt við innanlandsdeilum. XVI. Á miðju sumri 1942, einmitt þegar ríkisstjórnin hugðist geta lagt fyrir Alþingi frumvarpið um lýðveldismyndunina, komu í veginn tvær óvæntar hindranir. Önnur kom frá Bandaríkj- unum. Sendiboði sjálfs forsetans, Harry Hopkins, var hér á flugleið frá London til Washington og hitti að máli ríkisstjórn- ina. Tilkynnti hann forsætisráðherra, að stjórn Bandaríkjanna iegði mjög mikla áherzlu á, að íslendingar slitu ekki dansk-ís- lenzka sambandið að svo stöddu, m. a. af því, að vel gæti svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.