Andvari - 01.01.1942, Síða 63
ANDVAHI
Sjálfstæðismál íslendinga 1830—1942
59
uðu endanlegri lýðveldismyndun um rúmlega ár. Að þeim
tínia iiðnum taldi Cordell Hull það algert sérmál Islendinga,
livort þeir framlengdu sáttmálann eða endurreistu þjóðveldið.
Þegar sendiherrann ltom með þessi tíðindi, þóttu öllum
skilnaðarmönnum það góðar fréttir. Þeir menn voru orðnir
nokkuð langþreyttir á „vinsamlegum“ bendingum og föður-
'egri umhyggju nábúaþjóðanna umi sjálfstæði íslendinga. Danir
höfðu frá upphafi vega stimpazt á móti hverri sjálfstæðis-
hreyfingu á Islandi. Ef undan var tekinn Christmas Möller,
foringi danskra íhaldsmanna, sem hefur frá upphafi mælt með
tulliun skilnaði íslands og Danmerkur, má heita, að hver ein-
asti málsmetandi stjórnmálamaður í Danmörku hafi haft
löngun til að láta samband þjóðanna ekki slitna. Eftir að
hretar komu til landsins, lagði sendiherra þeirra sitt vinsam-
*ega lóð í vogarskálina jnóti frelsisóskum íslendinga. Síðan
öættist aðvörun Bandaríkjastjórnar við sumarið 1942. íslend-
lngar hugðu, að með herverndarsamningnum 1941 hefðu þeir
hyggt velviljaða aðstoð Bandaríkjanna til að ná fullu sjálf-
sfæði. Ummæli Cordeil Hull við sendiherra íslands í Wash-
lngton voru endurtekning á yfirlýsingum Bandaríkjastjórnar
ra arinu áður. íslenzkir skilnaðarmenn virðast nú geta vænzt
Pess, að landið fái innan skamms að njóta þess fulla frelsis,
Sem glataðist á 13. öld.
XIX.
Uins og nú horfir málum, má telja einsætt, að íslendingar
stofnsetji lýðveldið eftir nokkra mánuði. Vel geta lcomið til
8'eina óvæntir erfiðleikar í sambandi við baráttu stórþjóð-
'Uma, sem geta snert þjóðina tilfinnanlega. En þegar þess er
^ett, að allar hinar stríðandi þjóðir heimsins berjast fyrir því
haida og geta haldið þjóðarsjálfstæði sinu, þannig að hver
Pjoð ráði yfir sínu landi, þá er einsætt, að Islendingar verða
að leggja allt, sem þeir eiga, í sölurnar til að ná æðsta tak-
^iarki hverrar þjóðar. En þaö er fullkomið pólitískt sjálfstæöi.