Andvari - 01.01.1942, Síða 64
60
Jónas Jónsson
ANDVARI
xx.
Reynsla íslendinga segir óvefengjanlega sögu um þýöingu
íslenzkrar sjálfstjórnar og erlendra yfirráða. Gifta og menn-
ing þjóðarinnar á hverjum tíma hefur sannanlega staðið í sam-
bandi við það, að hve miklu leyti hennar eigin böm hafa fengið
að ráða sínum málum, án íhlutunar erlendra manna. Því meiri
ráð, sem erlendir menn og erlendar þjóðir hafa haft um ís-
lenzk málefni, því verr hefur Islendingum vegnað.
Þegar að því kemur, eftir meira en heillar aldar haráttu,
að allar líkur eru til, að íslendingar geti náð fullkomnu póli-
tísku sjálfstæði, þá þurfa landsmenn að finna, að þeir hafi
öðlazt mikið hnoss, og læra að vernda þennan dýrmætasta
fjársjóð hverrar þjóðar. Ungar og frjálsar þjóðir nota fánann
sem vakningartákn. Engin þjóð kann þetta betur en Banda-
ríkjamenn. Fáni þeirra er táknrænn í sögu þjóðarinnar. Hann
minnir á baráttu frumherjanna, sem stofnuðu lýðveldið, á hin
fyrstu riki í sambandinu og öll hin einstöku smáriki, sem
mynda þjóðarheildina. Bandaríkjamenn hafa fánann sem
helgitákn i kirkjum og fundasölum, í skólum og opinberum
byggingum. Meðan kennsla fer fram í skóla, blaktir fáninn á
stöng. Þegar kennslu er hætt, er fáninn felldur saman. Banda-
ríkjamenn kunna glögg skil á því að nota helgitákn þjóðar-
innar ekki nema þegar það á við. Þeir eiga sinn fánasöng, og
þeir minnast frelsis þjóðarinnar, þegar þeir syngja fánaljóðið.
Aldrei mundi Bandaríkjaþjóðinni hafa komið til hugar að nota
hjóðartákn nokkurn þann fána, sem Georg III. Englands-
.ngur hefði valið þeim til handa. Um slíkan fána mundi
a. . 3Í hafa myndazt þjóðarhrifning í Bandaríkjunum.
Um leið og þjóðveldið er endurreist, verður þjóðin að taka
upp og löghelga hinn fagra fána, sem þjóðin sjálf hefur skap-
að og eitt af mestu skáldum þjóðarinnar ort um dásamleg sig-
urljóð. Sá fáni, sem konungur Dana skapaði handa íslending-
um, getur ekki verið nema bráðabirgðafyrirtæki, eins og sjálf-
stæður konungdómur yfir Islandi. Bláhvíti fáninn einn er tákn-
rænn og helgur fyrir íslendinga, eins og Dannebrog fyrir Dani,
þriliti fáninn fvrir Frakka, stjörnufáninn fyrir Bandaríkin.