Andvari - 01.01.1942, Page 73
ANDVARI
Skipulag sveitabýla
69
í hlíðamótum, þar sem hólar og gilskorningar eru að enda, en
við taka flatar grundir, mýrafitjar eða mýraflákar. Hið gamla
tún liggur í halla, oft sundurskorið af smágiljum og grófum,
sem gera túnið allerfitt til vélavinnu. Standa þá bærinn og pen-
ingshúsin sitt á hvorum hólnum. Á slíkum stöðum er mjög
slæmt að koma húsunum þannig fyrir, að þau myndi sltipulega
heild utan um allvítt svæði, sem þó á að vera þungamiðjan í
skipulagi sveitabýla.
Þetta hef ég hugsað mér á þá leið, að kringum nokkurn
veginn slétt og rúmgott hlað sé skipað þeim húsum, sem mest
þarf um að ganga, svo sem íbúðarhúsi, fjósi og fjóshlöðu,
verkfærageymslu, hjalli, smiðju, garðmatargeymslu o. fl.
— Á miðju hlaðinu sé kringlóttur grasblettur, 6—8 metrar í
þvermál, með einu reyniviðartré, ein- eða þrístofna. Þetta
verður nokkurs konar miðpunktur heimilisins, — heimilisvé.
Vegúr af þjóðvegi liggur heim á hið rúmgóða og malborna
hlað, þar sem auðvelt er að snúa við bílum og öðrum ökutækj-
11 m, með því að aka kringum grasblettina.
Bilið milli húsa æ^ti helzt ekki að vera minna en allt að 30
metrar, bæði vegna brunahættu og svo þeirrar fegurðar, sem
er að hæfilega dreifðum húsum. Vegur þarf að liggja af hlað-
mu til fjárhúsa og annarra peningshúsa. Ættu þau ætíð að hafa
sömu stefnu og heimahúsin, ef mögulegt er að koma því við,
eða snúa hornrétt á þau.
Allt þetta er ekki hægt að skýra með orðuin einum, — ein-
ungis uppdrættir gera það ljóst.
Milda áherzlu ber að leggja á það, að hafa vatnsveitu í hús,
ef nokkur leið er til þess, þó að kostnaður sé miklum mun
meiri en að hafa brunn og dælu. — Vatnsveita í bæ og pen-
mgshús eru fyrstu og beztu þægindi hvers heimilis. Því ber
mjög á það að líta, þegar bæjarstæði eru valin, og einnig skal
taka tillit til raforku, sé á annað borð um slíkt að ræða, því
að hentug aðstaða til að virkja bæjarlækinn gefur undir flest-
um kringumstæðum ódýrustu raforku, sem fáanleg er.
Þá lcem ég að því atriði í skipulaginu, sem ef til vill hefur
hvað mesta þýðingu um að gera býlin fögur og friðsæl, — en