Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 75
ANDVAIU
Skipulag sveitabýla
71
garða, sem auðvitað eru slegnir á milli trjánna á hverju ári
eins og túnið. Slíkir garðar verða eftirlæti og unaður allra á
heimilinu og griðastaður heimafólksins á sólríkum hvíldar-
stundum vor og sumar.
Með bæjarskógi er átt við það, að á hverju býli sé afgirtur
reitur, 8—15 hektarar, áfastur við túnið eða á öðrum hent-
ugum stað. Þar sé skógi sáð og plantað eftir getu, þó aðailega
sáð, með það fyrir augum, að þar kæmi upp í framtíðinni
nægur skógviður til eldsneytis og heimilisiðju og jafnvel til
girðingaviðhalds. Ég ætla, að það hafi verið Guttormur Páls-
son, skógarvörður á Hallormsstað, sem kom fram með þessa
góðu hugmynd um bæjarskóg. Honum reiknaðist svo til, að
þetta land gæfi árlega af sér nægilegt eldsneyti handa meðal-
heimili, eftir að það væri orðið skógi vaxið. Guttormur Páls-
son hefur mikla þekkingu og reynslu um skógrækt og skógar-
högg, og ég efast ekki um, að þetta sé rétt athugað.
Að síðustu vil ég geta um hugmynd viðkomandi skógrækt
heiniilanna, sem Jónas Jónsson alþingismaður hreyfði við mig
í vetur. Það er að rækta skjólskóg eða skjólbelti við bæina.
hessi skjólbelti væru 20—30-föld, þétt trjáröð fyrir köldustu
attinni, sem víðast mun vera norðaustanáttin, ef ekki hagaði
svo til, að bæjarskógurinn gæti byrjað strax út frá bænum,
einmitt i þeirri átt.
Ég vil taka það fram, þótt óþarfi sé, að þetta eru engir
draumórar eða loftkastalar. Get ég í því efni vitnað í það, sem
Hermann Jónasson forsætisráðherra sagði í fyrra: „Það er
ekki meiri vandi að rækta skóg en gras,“ — og þetta er rétt.
Það fyrsta og seinasta er örugg girðing, þvi að ein sauðkind
getur að mestu eyðilagt 5—10 ára skógræktarstarf bóndans á
einni klukkustund. En þá þarf að vera til staðar hugsunar-
háttur sá, sem Stephan G. Stephansson lýsir svo vel í kvæðinu
»Bræðrabýti“:
„Að hugsa ekki í árum, en öldum,
að allieimta ei daglaun að kvöldum,
— því svo lengist mannsævin mest.“
Hellulandi, á sumardaginn fyrsta 1942.