Andvari - 01.01.1942, Side 76
ANDVARI
Fvrsta löggjafarþingið í Reykjavík.
Eftir Gísla Guðmundsson.
Fyrsta „stjórnarskrá“ íslendinga var undirrituð af Kristjáni
konungi níunda 5. jan. 1874. Nefndi konungur hana „stjórnar-
skrá um hin sérstaklegu málefni íslands.“ Með þessari stjórn-
arskrá fékk Alþingi í liendur löggjafarvald, þar á meðal vald
til álagningar opinberra gjalda og ráðstöfunar þess fjár, er inn
kom í ríkissjóðinn, eða „landssjóðinn“, sem þá var nefndur.
Eftir gildistöku stjórnarskrárinnar fóru fram kosningar til
fyrsta löggjafarþings, en löggjafarþingið kom saman í Reykja-
vík 1. dag júlímánaðar árið 1875. Er sá atburður þess verður,
að hans sé minnzt sérstaklega, því að þarna eru tímamót í
stjórnarfarssögu þjóðarinnar, ein hin merkustu frá setningu
Úlfljótslaga. Skal hér stuttlega lýst hinu fyrsta löggjafarþingi,
vinnubrögðum þess og viðfangsefnum, og er þetta allt næsta
athyglisvert til samanburðar við það, sem nú er.
Þess er vert að minnast til glöggvunar, að Alþingi var end-
urreist,1) sean kallað er, með konunglegri tilskipun 8. marz
1843, og kom það saman í Reykjavík tveim árum síðar. Þetta
þing var aðeins ráðgefandi, og gat konungur lagt tillögur þess
á hilluna, breytt þeim eða sett lög án frumkvæðis þingsins. Á
þessu þingi var þó háður mikilsverður þáttur sjálfstæðisbar-
áttu þeirrar, er Jón Sigurðsson veitti forustu. Á ráðgjafarþing-
inu áttu sæti 20 þingmenn þjóðkjörnir (síðar 21), allir í ein-
menningskjördæmum, og 6 konungkjörnir. En á þjóðfundinum
1851 voru 40 þjóðkjörnir og 6 konungkjörnir.
Löggjafarþingið 1875 var, samkvæmt hinni nýju stjórnar-
1) Lögréttan á Þingvöllum var lögð niður um aldamótin 1800.