Andvari - 01.01.1942, Page 79
andvari
Fyrsta löggjafarþingið í Reykjavík
75
þingmanna var Ásgeir Einarsson, bóndi á Þingeyrum, 1. þing-
maður Húnvetninga (f. 23. júlí 1809), þá Jón Sigurðsson for-
seti, og var hann elztur neðrideildarmanna. Yngstur þingmanna
var Einar bóndi Guðmundsson á Hraunum í Fljótum, 2. þing-
maður Sltagfirðinga, 32 ára. En nokkrir hinna þjóðkjörnu þing-
nianna voru innan fertugsaldurs. Jón forseti sat aðeins eitt
þing eftir þetta, þingið 1877.
Alþingi var nú skipt í deildir í fyrsta sinn. í efri deild skyldu
eiga sæti konungkjörnu þingmennirnir sex og sex þjóðkjörnir.
Hinir konungkjörnu þingmenn gátu þannig stöðvað framgang
inála í þinginu, ef þeir stóðu allir saman og forseti efri deild-
ar var ekki úr þeirra hópi. En samkv. bráðabirgðaþingsköp-
um, er sett höfðu verið af konungi, máttu forsetar ekki greiða
atkvæði. í neðri deild áttu sæti 24 þjóðkjörnir þingmenn. Jón
Sigurðsson var kosinn forseti sameinaðs þings með 33 atkvæð-
um og neðri deildar með 22 atkv. En forseti efri deildar var
ifosinn Pétur Pétursson biskup (konungkjörinn) með 8 atkv.
Eins og fyrr var á minnzt, hélt Alþingi fundi sína í húsi
iatínuskólans, en það er hið sama, sem menntaskólinn hefur
iiu. Héldu sameinað þing og neðri deild fundi í hátíðasal skól-
ans, en efri deild á öðrum stað í húsinu. Núverandi alþingis-
hús var reist nokkrum árum síðar (1881). Á hinu fyrsta lög-
Sjafarþingi var sett á stofn sérstök skrifstofa fyrir Alþingi, og
var Magnús Stephensen (síðar landshöfðingi) fyrstur skrif-
stofustjóri. Ráðnir voru tveir skrifarar í hvorri deild. Gerðu
þeir útdrætti úr ræðum þingmanna, svo sem tíðkast í funda-
gerðum, og voru útdrættir þessir prentaðir í þingtíðindunum,
en ekki ræðurnar í heilu lagi, ,eins og síðar var upp tekið.
Hyrir þingið voru lögð 16 stjórnarfrumvörp og 37 þing-
niannafrumvörp, auk þess 13 tillögur til þingsályktunar og 7
fyrirspurnir. Þingið sat í 6 vikur, og var tæpur helmingur frum-
Varpanna afgreiddur sem lög. Fjögur stjórnarfrumvörp voru
felld, þar á meðal frv. til kosningalaga (og eitt óútrætt). Má
aí þessu marka, að þingið var ódeigt að ganga gegn tillöguin
sljórnarinnar. Ivom það m. a. glöggt fram við meðferð hinna
fyrstu fjárlaga.