Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 92
88
Alexanders saga
ANDVAHI
liann fær á náttarþeli með þjóflegum áhlaupum“ (bls. 67). —
Og varla fer hjá því, að mönnum verði hugsað til sumra þeirra
ríkja, sem hernumin eru nú og harðræði við beitt, er þeir lesa
þessi orð, sem sendimaður Skýþa er látinn mæla til Alexanders:
„Þú þarft eigi það að ætla, að þeir verði þér tryggir, er þú
þrengir undir þig með ofurefli, því að fyrri mun jörð verða
stirnd sem himinn en sú vingan verði með fullum trúnaði, er
fest verður með nauðungu." •— Margt mætti fleira telja slíkra
viturlegra og raunsærra hugleiðinga, en hér verður nú látið
staðar numið.
Niðurstaðan hjá mér um gildi Alexanders sögu í íslenzkum
bókmenntum er í stuttu máli þessi: Til þess að fræðast um
sanna sögu Alcxanders mikla og hans aldar er hún einskis
virði, en nolckurn fróðleik má af henni fá um trú þá og lijátrú,
er drottnaði á dögum höfundar og þýðanda, og um hókmennta-
leg hugðarefni manna á þeirra dögum. Orðaval þýðingarinnar
er hlátt áfram og tilgerðarlaust og vitanlega hundið við orða-
forða íslenzkunnar á dögum þýðandans, en sum orð og merk-
ingar orða, sem þar eru notuð, eru nú orðin úrelt, hafa horfið
úr málinu, dáið út, og ástæðulaust er að slægjast til að vekja
þau upp aftur, ef til vill að örfáuin undanteknum. En um frá-
sagnarlist og stíl má óhætt skipa þýðingu Brands biskups á
sögunni á bekk með öðrum sígildumi ritum íslenzkum frá 13.
öld, þótt hitt sé vitaslculd firra ein, að vilja gera það að skilyrði
fyrir dómbæri um íslenzkan nútímastíl að hafa lesið hana.