Andvari - 01.01.1942, Page 94
90
Þorkell Jóhannesson
ANDVAHI
indæl og hrikaleg viða, en stundum fyrst og fremst lirikaleg,
alltaf svipmikil. Engan, sem hér hefur lagt leið sína, mun
undra, þótt hann hafi ef til vill ekki veitt því athygli fyrr, að
elzta ættjarðarljóð, sem ort liefur verið á íslenzka tungu, er
kveðið um Snæfellsnes. Það er vísa Helgu Bárðardóttur Snæ-
fellsáss, er hún orti i útlegð sinni á Grænlandi, sem frá segir
í Bárðar sögu, og hljóðar svo:
Sæl værak
ef sjá mættak
Búrfell olc Bala,
háða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
ok Öndvertnes, ,
Heiðarkollu
ok Hreggnasa,
Dritvík olc möl
fyrir dyrum fóstra.
Staðir þeir, sem visan nefnir, eru flestir enn kunnir. Þó hef-
ur hér orðið breyting á a. m. k. einu nafni. Aðalþegnshólar
þekkjast nú ekki lengur með því nafni, en ég held efalaust, að
tilgáta Óláfs próf. Lárussonar sé rétt, sú, að hér sé átt við Hóla- '
hóla. Aðalþegnshólar eru í sjálfu sér ágætt nafn og hæfir vel
þessum ábúðarmildu, litprúðu gjallgígum, sem gnæfa yfir
hraunin milli Dritvíkur og Bervíkur og setja svip á undir-
lendið þarna, líkt og Lóndrangar drottna yfir strandlengjunni
milli Hellna og Einarslóns. Þó held ég, að ég vildi ekki skipta
á þessum nöfnum aftur. Endurtekningin í nafninu Hólahólar,
svo barnaleg sem hún má virðast, verkar svo undarlega ljúf-
lega á mann. Hver gleymir erindinu i þjóðsögunni gömlu, þótt
ógöfugra sé reyndar en vísa Helgu Bárðardóttur:
Skila átti eg til Hólahóla,
að Hetta vilji sinn hafur hafa.
Þetta var kveðið á dögum álfa og landvætta, áður en menn
tóku að trúa á munn sinn og maga, og heyrist víst ekkert þvi-