Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1942, Síða 98

Andvari - 01.01.1942, Síða 98
94 Þorkell Jóhannesson ANDVARI og þrekmiklar í gleði sinni og hörmum, ættbornar dætur hafs- ins og hinna skjólsælu hrauna? Hver minnist nú góðu dag- anna, þegar allt lék í lyndi og gjafmildi hafs og lands tók höndum saman við hækkandi sól, þegar kvöldsetrið sló gull- brú yfir lognsvæft lithafið og dagrenningin hoppaði á glitr- andi döggum heim í túnið að morgni? Hver minnist nú útmán- aðadagsins, þegar veðrið gekk upp í útnorðan rok, undir- aldan l)elgdist upp í haugabrim, fór hamförum og lokaði hverri lifvænni lendingu? Hver veit nú, hvað húsfreyjunni bjó í brjósti þennan geigvænlega dag,. er hún horfði á bátana koma fyrir nesið, hvern á fætur öðruni, eftir langa, kvíðvænlega hið? Þungt er andófið utan við hin lokuðu sundin í veltandi hafróti, stormi og straumi, en þeim, sem á malarkambinum stendur, ofan við vörina, er hiðin ef til vill engu léttari. Stutt er leiðin lil lands, en á henni miðri stendur Drottningin og bryður veltandi sjóana, spýtir brimólgunni til heggja handa, svo að freyðir um svarta hraunjaxlana. 1 dag er hún full ofsa og heiftar, drottning hafsins, sem enga vægð á til. Og þegar loks einn formaðurinn hæltir á að leita lands, þrífur hún bátinn heljartökum, kastar honum flötum fyrir næsta ólagið, sem skolar honum mölbrotnum upp í fjöruna. í skjótri svipan er langri hið lokið. Konan á malarkambinum gengur heim, eins og hún kom, hún reikar ekki í spori, þótt stormurinn æði. Kvíðandi var hún, er hún lagði að heiman. Nú er því lokið. Sá, sem allt hefur misst, hefur engu lengur að kvíða. í kvöld verður sú saga sögð í verbúðunum á Hjallasandi af bátshöfnun- um, sem frá urðu að hverfa og þar náðu landi, að bátstapi hafi orðið á Gufuskálum, formaður farizt með skipshöfn sinni allri. Slík tíðindi eru ávallt svipleg, en sjaldnast óvænt. Þau eru lik óveðri, er yfir skellur úr tvísýnu lofti. Von bráðar er ofsinn liðinn hjá. Enn er ólga við sker og sog í sundum, en skjótlega er aftur kyrrt á legi og láði. Þannig er dauðinn og lífið á ströndinni við hið yzta haf. Bærinn, sem staðið hefur af sér storma þúsund ára, býr yfii' mörgum leyndum dómi, duldu líl'i langrar fortíðar. Hann býr yfir mörgum sárum harmi, en þó miklu meira af staðföstu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.