Andvari - 01.01.1942, Síða 101
andvari
Þúsund ár
97
l'iiot. V. öigurgeirbson
Lendingin á Gufuskálum, ytri vörin,
Bátatröðin gegnum fjöruklungrið til hægri. Fremst er Drottningin og
sýnist landföst, vegna þess að klettana landmegin ber í hana utanverða.
brimþveginn malarkambinn, sem rís hátt yfir höfuð okkar að
^aki. Líkast til er ekki ofsögum af þvi sagt, að margur hafi
fengið að súpa á sjó hér í Gufuskálavör fyrr og síðar, eins og
reyndar víðar við Snæfellsnes. Og ég bæti við, hálfgert annars
hugar, eins og stundum verður, þegar margt ryðst að manni
í senn: — Munið þér kannslte eftir þessu .... ég á við, gerðist
þetta í yðar tíð? — Já, segir gamla konan og lítur á mig sín-
urn kviku augum, sem ellin hefur að vísu sljóvgað, en l)úa
samt enn yfir furðu miklum styrk. — Ég er viss um, að því
gleymi ég aldrei. Það var 6. júní 1914.
Það er lítil vörn í máli að vera ókunnugur öllu og annars
hugar. En svo mikið veit ég nú, án þess að spyrja fleiri gá-
lauslegra spurninga, að bóndinn, sem hér drukknaði þennan
dag, var maðurinn konunnar, sem hjá mér stendur.
Grjótið í fjörunni er harla brimsorfið, steinarnir hálir og
skriðna alla vega undan fótum manns. Ég tek undir armlegg