Andvari - 01.01.1942, Page 103
andvari
Þúsund ár
99
Ivalla alveg hrein, og þó hefur henni ekki verið haldið neitt við
aratugum saman. Neðst í henni lágu að vísu nokkrir steinar,
Vaxnir þangi, er brimið hafði hrundið þar niður fyrir löngu,
annars var hún óhögguð, slétt og tiltæk. Þó sýndist ekkert
eðlilegra en að brimið hefði sópað ofan í hana miklu lausa-
grjóti, fyllt hana, a. m. k. framan til, i öll þau ár, sem liðin
eru, síðan hér var bátum lent. Það er engu líkara en að hulinn
kraftur hafi haldið verndarhendi yfir þessu forna mannvirki,
ef til vill elzta hafnarmannvirki landsins.
V.
^ ið höldum aftur heim á leið, frá vörunum, sem enginn
^átur leggur lengur að. En úti á Skarfsvíkinni, milli Gufuskála
°g Ondverðaness, á hinum fornu fiskislóðum Gufuskála-
^anna, örskammt undan vörum, þar sem sjaldan brást fiskur
fyrrum allan ársins hring, sveimar nú einn vélbátur að drag-
n°taveiðum. Húsfreyjan gamla hatar dragnótina og allt það
athæfi. Guðs gjöf er rænt og stolið upp við hennar eigin
andsteina, en varirnar liggja auðar og yfirgefnar. Forn lög
°g réttur eru að engu haldin og byggðin svipt bjargræði sínu,
SV0 að við auðn liggur, þar sem áður var forðabúr heilla hér-
a®a. Auðug og örugg var þessi jörð í þúsund ár. Héðan var
lafinu að vísu þungur skattur goldinn við og við, en gjafir
pess voru líka rausnarlegar. Sjórinn var hér stór í broti löng-
Uln f'l ills og góðs, en langtum oftar til góðs, til blessunar. Nú
er Því lokið. Og eftir situr háöldruð kona, einmana, fátæk og
vanmegnug. Sonur hennar býr inni á Hjallasandi, dóttir
Þennar suður í Reykjavík. Ung fluttist liún á þessar slóðir,
11111 ei' fædd norður í Strandasýslu. Það voru forlög hennar
að ílendast hér, og héðan fer hún ekki meðan ævin endist. Á
erðum hennar, sem ekkert getur beygt nema dauðinn einn,
nyiur nú öll umsjá þessa forna seturs. Með henni er lokið
Pusund ára gömlum þætti í sögunni um mannraunir, tryggð
°g þolgæði, gæfu og ógæfu íslenzkrar þjóðar. í hinni nýju
sögu um dragnætur, togara, bíla og flugvélar verður Gufu-
s iala sennilega aldrei getið.