Andvari - 01.01.1942, Side 104
100
I'orkell Jóhanncsson
ANDVini
, _ . Phot. V. Sigurgeirsson
Fiskbgrgi.
Hér eru dyrnar nálægt miðri lilið. Sliarð er í þakið, sem hefur fallið niður
einhvern tima og verið hrófað upp flausturslega að nýju.
— Enn á ég eftir að sjá það, sem ef til vill er mest um vert
af fornum minjum verstöðvarinnar á Gufuskálum. f hraun-
inu ofan við bæinn, á að gizka 3—4 hundruð metra frá sjón-
um, standa fiskbyrgin. Þau standa þar á hólum og hraun-
hryggjum eitt eða fleiri i stað, en jafnan með nokkru millibili,
dreifð um allstórt svæði. Mér er sagt, að þau séu eða hafi verið
á þriðja hundrað að tölu. Sum þeirra eru nú hrunin að nokkru
leyti eða öllu, en önnur eru óhögguð, eins og frá þeim var
gengið í upphafi, fyrir hundruðum ára. Því miður hafði ég
ekki tima til að skoða nema fá þeirra, né heldur mæla stærð
þeirra, sem ég gat þó skoðað nokkuð. Þetta eru smáhýsi, en
að sjálfsögðu þó nokkuð mismunandi að stærð og lögun. Mörg
þeirra munu vera 2—4 metrar á lengd og um einn metra á
breidd að innanmáli, nokkurn veginn manngeng, eða jafnvel
rúmlega það. Þau eru hlaðin úr hraungrjóti og hleðslurnar
felldar saman í hvelfingu að ofan. Lágar dyr eru við annan