Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 7

Andvari - 01.01.1949, Page 7
andvari Magnús Sigurðsson bankastjóri. Eftir Eirík Einarsson. Þegar ritað verður um Magnús Sigurðsson og það merki- lega ævistarf, er hann innti af höndum, hlýtur það að verða lengra mál en hér er rúm fyrir, og til þess fenginn maður, er hefur miklu meiri þekkingu til brunns að bera um það, er einkum skiptir máli, en sá hefur, sem skrifar þessa minn- ingargrein. — Bankastjórastarf Magnúsar og önnur fjármála- íhlutun hans, er því var samtvinnuð, er einn meginþátt- urinn í þróunarsögu íslands þau rúm 30 ár, sem hann veitti þjóðbankanum forstöðu. — Verður hér skammt yfir sögu farið og án lengri formála. Magnús Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 14. júní 1880. Voru foreldrar hans Sigurður Magnússon kaupmaður, d. 1901, og kona hans, Bergljót Árnadóttir, d. 1915. Faðir Sig- 'uðar var Magnús í Bráðræði, d. 1889, merkur borgari og áhrifamaður á frumvaxtarárum höfuðstaðarins; var hann í nokkur ár þingmaður Reykvikinga og stofnaði fyrsta spari- sjóðinn. — Faðir Magnúsar í Bráðræði var Jón Jónsson (,,Jónsen“), umboðsmaður á Stóra-Ármóti, er stundum gegndi sýslumannsstörfum í Árnessýslu, vaskleikamaður og einarður vel. — Auk Magnúsar voru synir hans Jón yfirdómari (Álaborgar-Jón) og Þorsteinn sýslumaður í Árnessýslu, „kan- selliráðið á Kiðabergi“, eins og gamla fólkið þar eystra kallaði hann. Var „Jónsen“ á Ármóti, faðir þeirra bræðra, sonur Jóns sýslumanns á Móeiðarhvoli, Jónssonar prests í Staf- holti, Jónssonar sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar lög- manns Jónssonar, er Bogi Benediktsson telur verið hafa s>pakan að viti og sóttan mjög að málum um land allt, lítil-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.