Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 19

Andvari - 01.01.1949, Page 19
ANlíVARI Magnús Sigurðsson bankastjóri l.r) ekkert, er inn var gengið. Þeir vissu, að hann var varkár, og gátu sjálfir ráðið í, hvert svarið mundi verða, við sjálfprófun um þörf og tryggingu. Gengi svo allt að óskum, féllu að siðustu gamansorð, báðir brostu, og andrúmsloft hins glaða og frjálsa lífs streymdi inn um gluggann, þangað til sá næsti kom. Þannig gekk það nú koll af kolli inni hjá blessuðum bankastjóranum. Ný og ný erindi og tilbreytingar, en eigi að síður þreytandi og leiðinlegt tilbreytingaleysi. ■—- Magnús Sig- urðsson hafði orð á því, hvað erfitt það væri hér í landi kunningsskaparins að þekkja alla og komast varla áfram á götunni fyrir þessum „hálf“kunningjum, en dómurinn svo hofmóður og stærilæti, ef þreyttur maður óskar til stundar- friðar fyrir þeim allsherjar ágangi. Hann var hvorki hof- móðugur né stærilátur, en gætti vandlega virðingar embættis sins með þeim formhætti, sem okkur mörgum var kunnugur og fór honum vel, þegar á allt var litið. — Magnús var mjög gætinn bankastjóri, en fjarri allri nirfilslund eða kauðalegri íhaldsþrjózku. Heiður Landsbankans, vöxtur hans og styrkur var hans eigin heiður og metnaður. Hann vissi, hvert mark- mið bankans átti að vera: Öflugur þjóðbanki og lyftistöng fyrir þróun atvinnuvega landsmanna, þar sem honum var ljóst, að svo margt og stórbrotið var ógert og allt sem á byrjunarstigi. í samtali því, sem vitnað er til fyrr í grein þessari, á sextugsafmæli Magnúsar, staðfestist þetta með eigin orðum hans, er hann kveður það leiðinlegastá í banka- stjórastarfinu vera að neita um lán, þegar maður telur það vera rétt og nauðsynlegt að veita það, eftirspurn mikil og landið að byggjast upp, en takmarkað lánsfé fyrir hendi. • Á hinn bóginn getur hann þess í sama viðtali, hve á- oægjulegt sé að geta greitt fyrir atvinnuvegunum, og minn- Jst þar á stuðning, er Landsbankinn hafi veitt svo um muni, svo sem verulegan stuðning Fiskveiðasjóði til mikillar efl- mgar af lánsfé því, er hann útvegaði í Danmörku, svo og þátttöku bankans i því að koma Síldarverksmiðjum rikisins íi fót. Þar nefnir hann hve ánægjulegt sé að geta stutt og eflt islenzkan iðnað. ■—- Svo sem vænta mátti, komu Magnúsi 2

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.