Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 25

Andvari - 01.01.1949, Page 25
^NDVARI • • Orgumleiði, gerpir, Arnljótarson. Eftir Barða Guðmundsson. IJess er getið í máldaga Tjarnarkirkju í Svarfaðardal frá ^18, að kirkjan eigi hólmann Örgumleiða. Hefur hann vafa- Jaust verið slægjuland í Svarfaðardalsá og líklega fyrrum J,«ti af Gj-undarengjum. — Af orðalagi ináldagans má glöggt íheina, að þessi ítök kirkjunnar hafa ekki verið í Ingvarar- staðalandi, sem er næst fyiúr utan Tjörn, en að innanverðu nggja engjar Tjarnar að Grundarengjum. Og víst er um það, ‘>ð Tjarnarprestar þjónuðu að fornu Grundarkirkju. Mætti SVo vera, að hólminn Örgumleiði hafi komizt undir Tjarnar- kirkju sem prestsþjónustugjald frá Grund. Hólmans er siðast getið í máldaga frá lokum 14. aldar. Mun Svarfaðardalsá fyrir löngu hafa eytt honum. Örnefnið Örgumleiði er í sinni röð C1nstætt, en samt á hólminn einn nafna svo vitað sé. Það er Örgumleiði faðir Víga-Hrapps í Njálu. Litlar líkur eru til þess, heiti þetta hafi nokkru sinni verið notað sem skírnarnafn. i-ngin önnur dæmi eru kunn um það, að mannanöfn hefjist n ,,örgum“ eða endi á „leiði“. Sú ætlun er því freistandi, að "^jáluhöfundur hafi gefið föður Viga-Hrapps nafn eftir hólrn- nnuni. Ef sýna má, að hugur hans hafi dvalið við Svarfaðar- t,a,> er hann ættfærði Hrapp, verður ekki annað sagt en mál K’tta liggi nokkurn veginn Ijóst fyrir. Örgumleiði er nefndur í upphafsgrein 87. kafla Njálu. Hljóðar hún þannig: Kolbeinn hét maður og var kallaður Arnljótarson. Hann var þrænzkur maður. Hann sigldi það sumar til íslands, er K'áinn og Njálssynir fóru utan. Hann var þann vetur í Breið- öal austur. En um sumarið eftir bjó hann skip sitt í Gauta-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.