Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 26

Andvari - 01.01.1949, Side 26
22 Barði Guðmundsson ANDVARI vik, og þá er þeir voru búnir, reri að þeim maður á báti og festi bátinn við skipið, en gekk síðan upp á skipið til fundar við Kolbein. Kolbeinn spurði þenna mann að nafni. „Hrapp- ur heiti ég,“ segir hann. „Hvað vilt þú mér?“ segir Kolbeinn. „Ég vil biðja þig“, segir Hrappur, „að flytja mig um haf.“ „Hvers son ert þú?“ segir Kolbeinn. Hrappur svarar: „Ég er son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis.“ Kolbeinn spyr: „Hver nauðsyn er þér á?“ „Ég liefi vegið víg eitt, segir Hrappur. „Hvert víg er það?“ segir Kolbeinn, „eða hverjir eru til eftirmáls?“ Hrappur svarar: „Ég hefi vegið Örlyg Örlygsson, Hróðgeirsonar hins hvíta, en til eftirmáls eru Vopnfirðingar.“ „Þess get ég, að sá hafi verr, er þig flytur,“ segir Kolbeinn. Hrappur mælti: „Vinur er ég vinar míns — en geld ég það, er illa er til mín gert, enda skortir mig eigi fé til að leigja farið.“ — Síðan tók Ivolbeinn við Hrappi. Svo sem kunnugt er, hefur Njáluhöfundur í fyrra hluta sögu sinnar stuðzt við Laxdælu. Þangað hefur hann vissu- leg sótt nafnið Víga-Hrappur. í frásögninni um aðför Þorgils Höllusonar að Helga Harðbeinssyni er komizt þannig að orði: „Og áður þeir stigu á bak reið maður að þeim þjóðsýnilega. — Þessi maður kvaddi Þorgils kunnlega. Þorgils spyr hann að nafni og kynferði, og svo hvaðan hann væri kominn. Hann kveðst Hrappur heita og vera breiðfirðskur að móður- kyni, — og þar hefi ég upp vaxið. Hefi ég nafn Víga-Hrapps og það með nafni, að ég er engi dældarmaður." Er hér átt við ójafnaðarmanninn Víga-Hrapp Sumarliðason á Hrapps- stöðum, sem Laxdæluhöfundur hafði áður greint frá. Eins og Víga-Hrappur Sumarliðason býr Víga-Hrappur Njálu á Hrappsstöðum. Eins og Hrappur hinn yngri kemur Víga- Hrappur Njálu til sögunnar sem flóttamaður. Báðir leita þeir á náðir manna, sem kenndir eru við mæður sinar. Báðir eru Hrapparnir ódælir, svikulir og margmálir. Báðir láta lífið fyrir spjótslagi. Þorgils Hölluson spyr Víga-Hrapp um ætt- erni hans. Kolbeinn Arnljótarson er látinn gera hið sama, og fvlgir þá svarið: „ég er son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis.“ Það má heita sjálfgefið, að Njáluhöfundur hafi haft föður-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.