Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 50

Andvari - 01.01.1949, Page 50
46 Hákon Bjarnason ANDVAIU flæmi alveg öreydd. Samtals er flatarmál þessara landa um tvöfalt flatarmál íslands. Suður-Afríka er nýlega numin af hvítum mönnum. Á hinum skamma tíma, sem þeir hafa dval- ízt þar, hefur uppblástur gripið svo um sig, að framtíð þjóð- arinnar er í yfirvofandi háska. Hér á landi hafa menn búið í rösk þúsund ár og ávallt gengið nálægt gróðri landsins. Því má vænta þess, að búsetan hafi haft örlagaríkar afleiðingar. Gróður norðlægra landa á jafnan við kröpp kjör að búa. Fyrir því á hann erfiðara með að vinna bug á skemmdum en suðrænn gróður, sem nýtur lengri vaxtartíma. Hin eyð- andi öfl, vindur og vatn, frost og þíða á víxl, verða langtum stórvirkari eftir því, sem norðar dregur. Og þegar íslenzkuin jarðvegi er auk þess hættara við skemmdum af vatni og vindi en flestum öðrum jarðvegi, þá er ekki að undra, þótt fljótt hafi farið að síga á ógæfuhliðina fyrir gróðri íslands, þegar birkiskógarnir voru ruddir og beittir. Með skóginum hvarf hlíf og skjól annars gróðurs, en vindur og vatn gat þá við- stöðulítið sorfið að honum og jarðveginum. Því hlaut stór- íelldur uppblástur að verða bein afleiðing skógaeyðingar- innar. Því miður hafa hér ekki verið gerðar neinar mælingar á stærð og gæðum hins gróðurberandi lands. Verðum við því að byggja á þeim ágizkunum, sem gerðar hafa verið, en þær byggjast á áætlunum um stærð gróðurlendanna i mismunandi hæð lands yfir sjó. Stærð alls landsins er um 103 500 ferkílómetrar, en af því flatarmáli eru aðeins: 17 000 ferkm milli sjávarmáls og 100 metra hæðar, 9 500 —- -— 100 og 200 metra hæðar, 17 000 — — 200 og 400 metra liæðar, 60 000 — ofar 400 metrum. Alls eru því aðeins 43 500 ferkm undir 400 metra hæð, en á þeim hefur þjóðin nærri allar sínar landsnytjar. Mikill hluti þessa lands eru sandar og örfoka lönd, og þykir óvar- legt að áætla meira en um 17 000 ferkm af því vaxið samfelld-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.