Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Síða 50

Andvari - 01.01.1949, Síða 50
46 Hákon Bjarnason ANDVAIU flæmi alveg öreydd. Samtals er flatarmál þessara landa um tvöfalt flatarmál íslands. Suður-Afríka er nýlega numin af hvítum mönnum. Á hinum skamma tíma, sem þeir hafa dval- ízt þar, hefur uppblástur gripið svo um sig, að framtíð þjóð- arinnar er í yfirvofandi háska. Hér á landi hafa menn búið í rösk þúsund ár og ávallt gengið nálægt gróðri landsins. Því má vænta þess, að búsetan hafi haft örlagaríkar afleiðingar. Gróður norðlægra landa á jafnan við kröpp kjör að búa. Fyrir því á hann erfiðara með að vinna bug á skemmdum en suðrænn gróður, sem nýtur lengri vaxtartíma. Hin eyð- andi öfl, vindur og vatn, frost og þíða á víxl, verða langtum stórvirkari eftir því, sem norðar dregur. Og þegar íslenzkuin jarðvegi er auk þess hættara við skemmdum af vatni og vindi en flestum öðrum jarðvegi, þá er ekki að undra, þótt fljótt hafi farið að síga á ógæfuhliðina fyrir gróðri íslands, þegar birkiskógarnir voru ruddir og beittir. Með skóginum hvarf hlíf og skjól annars gróðurs, en vindur og vatn gat þá við- stöðulítið sorfið að honum og jarðveginum. Því hlaut stór- íelldur uppblástur að verða bein afleiðing skógaeyðingar- innar. Því miður hafa hér ekki verið gerðar neinar mælingar á stærð og gæðum hins gróðurberandi lands. Verðum við því að byggja á þeim ágizkunum, sem gerðar hafa verið, en þær byggjast á áætlunum um stærð gróðurlendanna i mismunandi hæð lands yfir sjó. Stærð alls landsins er um 103 500 ferkílómetrar, en af því flatarmáli eru aðeins: 17 000 ferkm milli sjávarmáls og 100 metra hæðar, 9 500 —- -— 100 og 200 metra hæðar, 17 000 — — 200 og 400 metra liæðar, 60 000 — ofar 400 metrum. Alls eru því aðeins 43 500 ferkm undir 400 metra hæð, en á þeim hefur þjóðin nærri allar sínar landsnytjar. Mikill hluti þessa lands eru sandar og örfoka lönd, og þykir óvar- legt að áætla meira en um 17 000 ferkm af því vaxið samfelld-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.