Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 65

Andvari - 01.01.1949, Page 65
ANDVARI Framtið skógræktar á Islandi 61 unduni þaðan. Ef til vill mætti og reyna hér fáeinar barr- viðartegundir úr háfjöllum Canada og Bandaríkjanna, en um þær skal ekki fjölyrt að sinni. Ur Norður-Noregi getum við aðeins flutt tvær harrviðar- legundir. Skógarfura (Pinus silvestris, L.) vex um allt Tromsfylki, nenia yztu strendur og eyjar. Hún verður um 20 metra á hæð, °8 viður hennar er afbragðs smíðaviður. Voxtur hennar nemur l|m 2 og upp í 4 teningsmetra á hvern hektara lands á ári, þar sem vel lætur. Árið 1939 kom nokkuð af fræi úr Maalselvdal hingað til lands. Plöntur af því voru settar víða. í Vaglaskógi eru nú margar þeirra um metra á hæð og virðast vaxa eins vel og heima hjá sér. í Haukadal í Biskupstungum eru og nni tvö þúsund plöntur, og er vöxtur þeirra jafnvel enn betri en plantnanna á Vöglum. Furan vex helzt í ófrjórri holtajörð, °8 því er varlegra að velja henni ekki of frjóa mold. En hún þarf skjóls með i uppvextinum, og verður jiví að setja hana i kjarrlendi eða skóg. Rauðgreni (Picea abies) vex ekki nema norður undir heimskautsbaug í Noregi af sjálfsdáðum, en það hefur verið gi’óðursett með ágætum árangri norður alla Noregsströnd, allar götur norður að 70. breiddarstigi. Hefur það borið fræ norður í Lyngenfirði, og því er ástæðulaust að ætla annað en að það geti tekið ágætum þroska víða hér á landi. Rauðgrenið vex miklu hraðar en skógarfuran og gefur mjög góðan smíða- V1ð. En það þarf frjórri jarðveg heldur en furan. Hér á landi hefur nokkuð af rauðgreni verið plantað á Hallormsstað, en allt mun það ættað langt sunnan úr lönd- 11 ni- Hefur það samt komizt upp í 8 metra hæð og borið hroskað fræ einu sinni eða tvisvar. Norðlæg afbrigði rauð- grenis ætlu því að geta vaxið hér ágætlega vel, og kostur mun u nð fá mismunandi afbrigði, sem unnt væri að rækta bæði Sl'nnan lands og norðan. Síberiskt lerki (Larix sibirical vex um endilanga Síberiu °8 vestur til Rússlands. Vesturtakmörk þess eru sunnan við Hvítahafið. Lerkið getur orðið mikið tré og er hraðvaxta.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.