Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 68

Andvari - 01.01.1949, Page 68
G4 Hákon Bjarnason ANDVAIU með fárra ára millibili, þegar góð fræár eru. Erfiðlegast hefur gengið að afla lerkifræs, og eins og sakir standa mun það vera nærri ókleift. Eftir eina tvo áratugi ætti að þroskast nokkurt fræ hér á landi af þeim trjám, sem upp vaxa, og sú frætekja hlýtur að aukast, er tímar líða. Meðan erfitt er um útvegun fræs, er okkur nauðugur sá kostur að sá því í gróðrarstöðvar. Þar tekur uppeldi plantn- anna frá þrem og upp í fimm ár. Venjan er sú, að fræinu er sáð þétt, og eru plönturnar látnar standa í sáðbeðinu í tvö eða þrjú ár. Sumar trjátegundir, svo sem fura og birki, eru þá gróðursetningarhæfar. Má þá setja þær út í skóglendin eða á þann stað, sem þær eiga að vaxa á. Slíkar plöntur er unnt að ala upp fyrir 25 aura hverja með núverandi verðlagi. Aðrar plöntur, svo sem greni, þinur og fleiri tegundir, eru svo smávaxnar að þrem árum liðnum, að nauðsyn ber til að dreifsetja þær og láta þær vaxa áfram í tvö eða stundum þrjú ár. Slíkar plöntur verða alltaf þrisvar sinnum dýrari í upp- eldi en hinar. Þó er hugsanlegt, að með fjöldaframleiðslu plantna og notkun véla megi ala plönturnar upp fyrir nokkuð minna Aærð, ef til vill um 40—50 aura á plöntu. Þegar plönturnar eru hæfar til gróðursetningar, þarf.að velja þeim stað við hæfi hverrar tegundar fvrir sig. Hér á Islandi er það hin mesta fásinna að planta barrviðum á ber- svæði, ef þess er nokkur kostur að setja þær í skjól kjarrs eða skógar. Bæði er jarðvegurinn á berangri ávallt ófrjórri en skógarjarðvegurinn, og svo munar mikið um skjólið fyrstu árin, meðan plönturnar eru að búa um sig í hinum nýju heim- kynnum. Þó er ekki frágangssök að gróðursetja barrviði i skjólgóða hraunbolla, ef jarðvegur er þar nægur. Enn fremur er betra að planta í hlíðar og brekkur heldur en á flatlendi, og stórgrýtt holt og lyngmóar eru betur hæfir til gróðursetn- ingar en graslendi. En meðan kjarr og skógur er víða til, ætt- um við ekki að láta gróðursetja barrviði annars staðar. Barrtré eru stundum lengi að komast upp úr öðrum gróðri. Getur vöxtur þeirra staðið í stað um nokkur ár. Er þetta mjög

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.