Andvari - 01.01.1949, Qupperneq 85
andvaju
•Alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld
81
stjórnarinnar, að fáir bændur — líkast til er hér átt við al-
l>ýðu yfirleitt — geti lesið og skrifað, og leiði þetta til megnrar
vaiiþekkingar í kristnum fræðum.
Menn hins lútherska rétttrúnaðar höfðu alla tíð lagt mesta
óherzlu á kirkjusókn og prédikun guðsorðs í kirkjunum. Þeg-
;ir dró fram um aldamótin 1700, tók meira og meira að bera á
tví, að ýmsum nægði þetta engan veginn. Safnaðarguðrækni
var góð, og það var heimilisguðrækni líka, en þegar öllu var
a hotninn hvolft, reið mest á því, að hver einstaklingur hlyti
sein fullkomnasta fræðslu um þau efni, er vörðuðu eilífa sálu-
hjálp hans. Hin heilögu fræði kristindómsins bar að innræta
senr bezt hverjum manni allt frá barnsaldri, og til þess að
svo niætti verða var nauðsynlegt, að menn lærðu að lesa.
Heittrúarstefnan svo kallaða — pietisminn — sem lét állmikið
sín taka á Norðurlöndum á öndverðri 18. öld og raunar
lengur, en átti upptök sín í Englandi og náði einkum miklum
'•ðgangi í Þýzkalandi —, stefndi reyndar lengra en að endur-
''akningu í hreinum trúarefnum. Forvígismenn hennar vildu
láta kærleiksboðskap og bræðralagshugsjón kristninnar koma
fram í verki með ýmsum hætti, í samhjálp og samstarfi, þar
seni aftur á móti rétttrúnaðarstefnan lagði mesta áherzlu á
hreina trú, játningar og ytri siðaform hinnar sannhithersku
hirkju. Starfsenri heittrúarmanna beindist því öðrum þræði
að félagsíegum umbótum, trúboði, stofnun líknarhæla og
heimila fyrir munaðarlaus börn o. s. frv., en hér kom einnig
greina aukin og bætt alþýðufræðsla, fyrst og fremst um
skrift og lestur, svo að menn gætu fært sér í nyt guðrækileg
1 ’k er vakið fengju þá til umhugsunar um sálarheill sína,
skyldurnar við meðbræður sína og skapara sinn. Má því
telja, að heittrúarstefnan ætti hinn mesta þátt í að vekja áhuga
a alþýðufræðslu, sem víða verður vart um þetta bil og fer
Vaxandi, er á öldina liður, enda styrkir þá fleira til (upplýs-
1Irgarstefnan). Hér á landi var þó umbótum í fræðslumálum
landsmanna á 18. öld fyrst hreyft af biskupum landsins, er á
cr*gan hátt stóðu heittrúarstefnunni nærri, þeim Jóni Vídalín
°g Steini Jónssyni. En reyndar voru það menn heit-