Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 86

Andvari - 01.01.1949, Side 86
82 Þorkell Jóliannesson ANDVARI trúarstefnunnar, er að lokum hrundu þessum málum lengst áleiðis. Árið 1709 bauð stiftamtmaður fulltrúa sínum hér, Oddi Sigurðssyni, og biskupum landsins að semja álitsgerð um end- urbætur í kirkjumálum hér á landi, m. a. um veitingu prests- embætta o. fl. Ekkert varð þó úr nefndarstarfi þessu, enda hófst um líkt Ieyti ósætti milli Odds og Jóns Vídalíns, er siðar varð að fullum fjandskap. Dróst þetta svo á langinn. Árið 1710 bauð stiftamtmaður biskupum að láta sér í té álitsgerð um þetta efni, og haustið 1717 sömdu þeir siðan norður á Hólum allýtarlegt álitsskjal um nokkur atriði varðandi þetta mál, dags. 11. sept., en í þeirri álitsgerð standa ummæli þau um almenna lestrarkunnáttu hér á landi, sem fyrr var getið. Til þess að bæta hér úr og létta undir með prestum landsins í fræðslustarfi þeirra, lögðu biskuparnir til, að stofnaðir yrðu barnaskólar, einn í sýslu hverri. Erindi þetta fékk engar undirtektir hjá stjórninni, enda lagðist Miiller amtmaður ein- dregið gegn liugmyndinni um stofnun barnaskóla, er málið var sent honum til umsagnar. Og þótt biskuparnir hefðu tjáð sig reiðubúna til þess að efla barnaskóla af framlögum nokkr- um frá sjálfum sér og ætluðust reyndar til, að þeim yrði á fót komið að allmiklu leyti með frjálsum framlögum, varð ekkert úr framkvæmd. Var þess og skammt að bíða, að Jón biskup Vídalín, er mestan áhuga mun hafa haft á máli þessu, félli frá. En reyndar var nóg, að stjórnin fékkst ekki til þess að fylgja málinu eftir, því að á þessum tíma varð allt slíkt að gerast að stjórnarboði, enda þótt stjórnin legði ekkert sjálf af mörk- um til framkvæmda. Leið svo fram um 1730. Um þær mundir hafði Kristján kon- ungur VI. og stjórn hans ákveðið að koma nýrri og betri skip- an á skólamál ríkisins, fyrst og fremst að því er snerti sjálfan háskólann í Kaupmannahöfn, er leiddi á næstu árum til mikil- vægra umbóta, er föstu skipulagi var á komið um embættis- próf í læknisfræði og lögum (1732—36). En í sambandi við umbætur á háskólanum fór fram athugun á skólum þeim, er bjuggu nemendur sína undir háskólanám. Árið 1732 ritaði

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.