Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 86
82 Þorkell Jóliannesson ANDVARI trúarstefnunnar, er að lokum hrundu þessum málum lengst áleiðis. Árið 1709 bauð stiftamtmaður fulltrúa sínum hér, Oddi Sigurðssyni, og biskupum landsins að semja álitsgerð um end- urbætur í kirkjumálum hér á landi, m. a. um veitingu prests- embætta o. fl. Ekkert varð þó úr nefndarstarfi þessu, enda hófst um líkt Ieyti ósætti milli Odds og Jóns Vídalíns, er siðar varð að fullum fjandskap. Dróst þetta svo á langinn. Árið 1710 bauð stiftamtmaður biskupum að láta sér í té álitsgerð um þetta efni, og haustið 1717 sömdu þeir siðan norður á Hólum allýtarlegt álitsskjal um nokkur atriði varðandi þetta mál, dags. 11. sept., en í þeirri álitsgerð standa ummæli þau um almenna lestrarkunnáttu hér á landi, sem fyrr var getið. Til þess að bæta hér úr og létta undir með prestum landsins í fræðslustarfi þeirra, lögðu biskuparnir til, að stofnaðir yrðu barnaskólar, einn í sýslu hverri. Erindi þetta fékk engar undirtektir hjá stjórninni, enda lagðist Miiller amtmaður ein- dregið gegn liugmyndinni um stofnun barnaskóla, er málið var sent honum til umsagnar. Og þótt biskuparnir hefðu tjáð sig reiðubúna til þess að efla barnaskóla af framlögum nokkr- um frá sjálfum sér og ætluðust reyndar til, að þeim yrði á fót komið að allmiklu leyti með frjálsum framlögum, varð ekkert úr framkvæmd. Var þess og skammt að bíða, að Jón biskup Vídalín, er mestan áhuga mun hafa haft á máli þessu, félli frá. En reyndar var nóg, að stjórnin fékkst ekki til þess að fylgja málinu eftir, því að á þessum tíma varð allt slíkt að gerast að stjórnarboði, enda þótt stjórnin legði ekkert sjálf af mörk- um til framkvæmda. Leið svo fram um 1730. Um þær mundir hafði Kristján kon- ungur VI. og stjórn hans ákveðið að koma nýrri og betri skip- an á skólamál ríkisins, fyrst og fremst að því er snerti sjálfan háskólann í Kaupmannahöfn, er leiddi á næstu árum til mikil- vægra umbóta, er föstu skipulagi var á komið um embættis- próf í læknisfræði og lögum (1732—36). En í sambandi við umbætur á háskólanum fór fram athugun á skólum þeim, er bjuggu nemendur sína undir háskólanám. Árið 1732 ritaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.