Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 97

Andvari - 01.01.1949, Page 97
andvari Alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld 93 minnt á vitnisburð þeirra biskupanna Jóns Vídalíns og Steins Jónssonar frá 1717. Annar vitnisburður er til frá árinu 1774 i unisögn tollkammersins um umsókn þeirra Jóns Ólafssonar, Magnúsar Ólafssonar og Björns Halldórssonar um styrlc til út- gafu Urtagarðsbókar Eggerts Ólafssonar, en þar segir, að í Því landi, þar sem öll alþýða sé bóklæs, sé engin aðferð betri til þess að miðla hagnýtri þekkingu en sú, að fá mönnum í liendur rit um slík efni, samin á þeirra eigin móðurmáli. Bak við þessi orð mun eigi ómerkari maður standa en Jón Eiríksson. Allt vitnar þetta um hina miklu og almennu fram- för bókiðna í landinu, sem verður á 18. öld og einlcum eftir 1740. En lestrarkunnátta, þótt mikilsverð sé, er ekki einhlítur mælikvarði á menntun þjóðanna, sízt eins og hér var ástatt. Bókakosturinn, sem landsmenn áttu völ á fram um miðja oldina, var eins og jafnan fyrrum mjög einhliða, að því er prentaðar bækur snertir, og að kalla ekkert nema guðsorða- bækur svo nefndar. Hér bættu handrit nokkuð úr, en hvergi nærri eins og áður fyrr. Prentaða málið mátti sín smátt og smátt meira. Þó hélzt tryggð fólksins við rímurnar, eins og fyrr. Fram um 1770 réðu kirkjuyfirvöldin því, hvaða bækur voru prentaðar. En landsfólkið réð líka nokkru. Það skar úr nni langlífi þessara bóka, og það skal sagt þjóðinni til hróss, nð hún var býsna glöggskyggn í dómum sínum. Höfuðritin að hennar dómi voru Passíusálmarnir og Vídalínspostilla, Jónsbók. Þessar bækur mátti helzt hvergi vanta, og við þær þýddi engum að keppa. Hér koma að sjálfsögðu ekki til greina bækur, sem að fornum vanda heyrðu til kirkjulegu embætti, barnalærdómsbækur né sjálf biblían; þær hlíttu öðrum lög- nialum. Þannig varð engin þeirra bóka, sem þeir Harboe og' Jón Þorkelsson létu prenta á Hólum 1741—45, endurprent- nðar; þær urðu svikalaust sjálfdauðar, enda náði heittrúar- stefnan, sem bækur þessar voru yfirleitt af sprottnar, aldrei nemum teljandi tökum á þjóðinni né prestastéttinni yfirleitt. Eétttrúnaðarstefnan var rótföst og studdist örugglega við I’assíusálmana og Jónsbók, og það lét þjóðin sér líka vel

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.