Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 8
4
Síra Eirikur Briem, prófetaor.
Andvan
í opinberum málum, með skarpri íhugun og skýrum rök-
um, en margir aðrir, er virtust beita meira kappi og
létu meira á sér bera í ræðustólnum á mannfundum.
Hann var því mikilsmetinn starfsmaður í hópi hinna
framsæknu manna hér á landi alla þá tíð, sem hann gaf
•ig að opinberum málum þjóðarinnar.
Eiríkur Driem fæddist á Melgraseyri við ísafjarðardjúp
17. júlí 1846. Faðir hans var Eggert Briem (1811 — 1894),
er þá var sýslumaður í ísafjarðarsýslu, sonur Gunnlaugs
Briems (1773—1834) sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu, er
tók sér fyrstur ættarnafnið Briem, eftir Brjámslæk á
Barðaströnd, þar sem faðir hans Guðbrandur (d. 1779)
og afi hans Sigurður (d. 1776) höfðu verið prestar.
Sigurður afi Gunnlaugs Briems var kvongaður Sigríði
Gunnlaugsdóttir frá Svefneyjum, föðursystur Eggerts nátt-
úrufræðings Ólafssonar. Úr þeirri ætt eru komin ýms
mannanöfn aem algeng eru f Briemsættinni (t. d. Egg-
ert, Gunnlaugur, Ólafur etc.) Móðir Eiríks var Ingibjörg
(d. 1890) dóttir Eiríks Sverrissonar, er síðast var sýslu-
maður í Rangárvallasýslu (d. 1878).
Vorið 1848 var Eggert sýslumanni veitt Eyjafjarðar-
sýsla, og fluttist þangað norður. Bjó hann fyrsta árið í
Skjaldarvík fyrir utan Akureyri, en síðar á Espihóli, og
þar dvaldist Eiríkur með foreldrum 6Ínum, þangað til
hann fór í skóla 1860.
Eiríkur var bráðþroska í æsku, og námfús. Eigi var
honum haldið að föstu námi fyrir 11 ára aldur og naut
því yfirleitt mikils frjálsræðis í æskunni. Hann lærði þó
snemma að lesa og skrifa og undirstöðuatriðin í reikn-
ingi. Hann vandist og ýmsum störfum 6em voru við
hans hæfi á þeim aldri; var hann snemma að góðu liði
við fjárgæzlu og smalamennsku, því að hann var frár á
fæti og 'nafði mikla ánægju af að fara um nágrennið