Andvari - 01.01.1931, Side 85
Andvari
Fiskirannsóknir.
81
ll-skipt, mest þorsk, eftir xh klst. drátt í NA-brún áls-
»ns, rétt við mynnið. Að síðustu leituðum við aftur í
Litla-Djúpi, á 110—140 fðm. og öfluðum vel, 15 poka
á 5 klt., en fiskurinn var nú miklu smærri en áður,
mest stútungur og stórþyrsklingur.
Ég hefi áður í skýrslu minni (í Andvara LII, bls.
59—60 og 67—70) lýst þorskinum og öðrum fiski, er
faest á þessum slóðum á vorin, og má segja að hann
hafi verið svipaður nú og þá (1925 og 1926) að því
leyti, að þar var um sömu fiskategundirnar að ræða og
Þá, en fjöldahlutföllin voru ólík, og má vera, að það
hafi meðfram stafað af því, að nokkuð var lengra liðið
á vorið nú en í fyrra og skemmra en í síðara skiptið
er ég var þar.
Um þorskinn, sem er aðalfiskurinn þarna, má taka
hað fram, að auk þess sem mergðin af honum var
miklu meiri, var tiltölulega miklu meira af stórum fiski
(málsfiski) en þá, líklega 3/4 af aflanum, þegar aflinn á
Papagrunni og síðasta daginn í Litla-Djúpi er fráskil-
*nn. Lang-flest af þessum fiski hafði tóman maga, í ein-
staka var hálfmelt síld, af niðurburði mjög lítið. Fiskur-
•nn var grannur og mjög lifrarlaus, einkum framan af
°9 fremur smár, 60—70 cm. Stærsti fiskurinn, hængar
Vfir 80 og hrygnur yfir 90 cm að lengd voru kyns-
borskuð og, með örfáum undantekningum, gotin. Smærri
fiskur en þetta var allur ókynsþroskaður. Innan um hina
miklu mergð af fiski (11-skipt), er við fengum í NA-
hrún Berufjarðaráls og áður er minnst á, voru mörg
fyrirtök, fiskar yfir 120 cm á lengd, þar sem fjöldinn
smár þorskur eins og títt er um Austfjarðafiskinn
n sumrin.
Prábrugðinn þessu og líkari því sem vant er að vera
^ þessum slóðum var aflinn í Litla-Djúpi síðasta dag-
6