Andvari - 01.01.1931, Side 79
Andvarí
Fiskirannsóknir.
75
borðið, þegar maður hafði komið auga á hana (hún er
aðeins 4 mm. á lengd) og þegar hún kom upp að yfir-
borðinu og rak sig upp undir það, leit út eins og ör-
smáir regndropar féliu á sjóinn; oft lék hún sér að því,
að synda í boga f sjálfu yfirborðinu, ýmist til hægri
eða vinstri, en oft varð boglínan beygð inn í sig, eins
og úrfjöður (spíral). Ekki varð mér Ijóst, hvað þetta
átti að þýða.
Rauðátan og aðrar krabbaflær synda, eins og menn
hafa ef til vill tekið eftir, í hoppum eða stökkum áfram
og er sagt í kennslu- og fræðibókum, að til þess noti hún
löngu fálmarana einkum. Eg athugaði töluvert sundhreyf-
ingar þeirra, þar sem ég hafði þær oft lifandi í glösum,
teknar beint upp úr sjónum, og virtust mér þær þannig:
Þegar þær hélda kyrru fyrir, iðuðu þær fram og aftur,
eins og móður hestur, sem haldið er kyrrum, og reru
niunnlimirnir ótt og títt; en þegar þær tóku stökkið.
slógu þær kviðfótunum og halanum aftur, þar sem fálm-
ararnir virtust standa stífir líkt og vængir á flugvél, og
vera þá helzt jafnvægis- og sviftæki. Þetta þarf að at-
hugast betur en ég átti kost á í sumar á skipinu.
Ekki virðist rauðátan forðast óhreinan sjó, því að hún
*ar í síldarbrýlunni við bryggjurnar innanum ufsann.
16. ágúst yfirgaf ég »Skallagrím« og fór til ísafjarðar,
eins og áður er sagt (bls 64). Þar dvaldi ég til 23. ág.,
cr ég fékk ferð heim. Dagana á ísafirði notaði ég til
þess að gera rannsóknir á síld, smokkfisk o. fl. hjá ís-
firzkum fiskimönnum og skal ég geta hins helzta er ég
varð vísari.
Reknetabáturinn »Gylfi« fór 17. ág. út undir Hala i
sildarleit. ísröndin var þar 9 tíma ferð frá ísafirði og
þar varð hann var við smokkfisk, en enga síld. Af hend-
ingu fékk ég að vita, að síldarhrogn hefðu verið í net-