Andvari - 01.01.1931, Side 51
Andviri
Sira Eiríkur Briem, prófessor.
47
•ngur og mikill hagfræðingur, svo sem áður er geiið;
að öðlast þessa þekking, var honum ekki endanlegt
takmark, heldur hilt að notfæra sér þessa þekking til
að reyna að greiða úr vandamálum og bæta mein, er
vörðuðu miklu núlifandi og komandi kynslóðir. Hann var
1 raun réttri hugvitsmaður á sínu sviði, og mun söfn-
unarsjóðurinn verða talinn merkasta uppgötvun hans.
Hann var samvizkusamur og göfuglyndur maður og
*nat mikils drenglyndi og réttsýni. Kom þetta svo skýrt
fram í dagfari hans og viðræðum, að það hlaut að hafa
bætandi áhrif á hugarfar ungra manna, er umgengust
hann, og vekja virðingu þeirra, er kynntust honum nokk-
uð náið. Hann var jafnan varfærinn í dómum sínum
um aðra og sá oft málsbætur fyrir framkomu manna,
er eigi lágu öðrum í augum uppi. En það var þó auð-
fundið, að honum var heldur kalt til manna, sem hon-
u*n virtust hafa beiít undirhyggju og ógöfugum vopnum,
8lálfum sér til hags eða öðrum til ógagns. Með slíkum
•nönnum átti hann ekki samleið.
Hann var heilsuhraustur um ævina, Iéttur á fæti og
Höður göngumaður fram á elliár. Líkamskröftum og
8áfum hélt hann að mestu óskerlu fram til hins síðasta.
Hann andaðist 27. nóv. 1929, rúmlega 83 ára að aldri.
Hafði hann þá um tíma kennt þess sjúkleika, er varð
banamein hans (sarkom).
Um fjögra vetra skeið dvaldist eg á heimili Eiríks,
®eðan ég var í skóla, og hafði náin kynni af honum
síðar. Virti eg hann því meir, sem ég kynntist honum
öetur. Mun eg ávallt minnast hans sem eins hins mæt-
asta manns, sem eg hefi haft kynni af.
Laugarnesi S janúar 1931.
Guðm. G. Bárðarson.