Andvari - 01.01.1931, Side 53
A»*lvan
Fiskirannsólmir.
49
Samvinna mín við Dani var með minna móti þessi
árin, bæði vegna þess, að maðurinn, sem hefir verið hér
af þeirra hálfu hér síðustu 2 árin, Dr. Vedel Táning
ffar nú orðinn svo kunnugur, að hann þurfti ekki minnar
aðstoðar við, og einkum af því, að rannsóknaskipið
»Danac var mestallan þenna tíma á rannsóknarför kring-
um hnöttinn, eins og kunnugt er og kom því ekki hing-
að. Samstarf mitt við Dani var því mest í því fólgið að
stuðla að því, í samvinnu við Fiskifélag íslands, að fiski-
fflenn vorir tækju eftir merkjum á fiskum og skiluðu
þeim. Höfðu Danir látið merkja all-margt af þorski hér
w*ð land (við Vestmanneyjar og var það gert á >Þór«
yeturinn 1929) og við Grænland og hið merkasta, sem
®erkingarnar Ieiddu í ljós, var, að þorskur hefir geng-
•ð frá Grænlandi til íslands: (1 vorið 1927 og 5 vorið
1930), eins og próf. Johannes Schmidt, forstöðumað-
Ur þessara rannsókna, skýrði frá í »Ægi«, 7. tbl.
1930, og eg til frekari áréttingar í dagbl. »Vísi« (tekið
1 *Ægi« 8. tbl. sama ár). Loks hefi ég safnað nokkru
af aldursrannsóknagögnum við SA-land og í Grindavík
fvrir Dani (sjá síðar).
Rannsóknarstörf mín heima fyrir, hafa þessi árin verið
West fólgin í því að athuga fiskafla, sem borizt hefir til
Reykjavíkur, auk þess sem ég hefi eins og öll önnur
ar síðan um síðustu aldamót, safnað upplýsingum um
fiskigöngur og aflabrögð víðsvegar af landinu, þótt eg
hafi ekki birt neitt af því 6érstaklega hingað til og er
þó > þeim margur fróðleikur, sera ekki er skráður ann-
arsstaðar, það eg veit.
Rannsóknarferðir hefi eg farið allmargar. Fyrst má
geta þess, að ég fór fjórar ferðir út í Faxaflóa árið
^29 á varðskipinu »Þór«, í framhaldi af ferðum þeim
er ea hafði áður farið á sömu slóðir (sbr. skýrslu mína