Andvari - 01.01.1931, Page 94
90
Fiskiraimsóknir.
Andvari
Síld þessi var nokkuð tniistór. Á Eskifirði veiddist
síld, sem var aðeins 20—30 cm og svo stórsíld líka
allt að 42 cm, en á Búðareyri og í Norðfirði var hún
29—37 cm, flest 33—35 cm, o: yfirleitt heldur smærri
(yngri?) en norðlenzk sumarsíld, yfirleitt. Eg skoðaði á
Búðareyri nokkurar síldir nýveiddar og eldri, úr salti;
þær voru 30—35 cm, vorgotnar, átulitlar, feitar, með mik-
inn mör, nema ein 35 cm, sem var mjög mögur (»hor-
síld« nefnd þar), nýgotin (sumargotsíld). Einnig skoðaði
ég sild á Eskifirði, veidda um morguninn úti undir
Hafranesi. Voru þær flestar með tóman maga, eða lítið
eitt af hálfmeltri rauðátu á magabotni og í sumum var
rauðáta og grænáta á víxl, lítið melt. Vel feitar, út-
hrygndar. Síldin sem veiddist fyrstu dagana var, eftir
því sem Magnús skipstjóri Vagnsson, trúnaðarmaður
Einkasölunnar sagði mér, ýmist mögur, fita ekki yfir
10°/o eða feit, 18—20°/o, einstaka hinna mögru með
miklum hrognum, o: ógotnar, en flestar úthrygndar fyrir
skömmu, líklega allt suraargotsíld. í Reyðarfirði fékkst oft
stór-þorskur í snyrpinæturnar; ég skoðaði 5 af 60, sem
fengust í einu kasti; þeir höfðu 2—3 nýjar eða hálf-
meltar stórsíldir hver í maganum. Stundum var einstaka
stórufsi með. í Nesi skoðaði ég 100 síldir af allri stærð
úr 50 tn., sem veiddar voru við Hornið, 8. ág., í snyrpi-
nót. Flestar voru þær vorgotnar, fáeinar nýgotnar (blóð-
síld), en engin gjótandi og fáeinar ekki komnar í gagnið.
en fullvaxnar. Flestar voru þær hálffullar, eða með dá-
lítið af átu, langmest rauðátu, dálítið af ungri grænátu
með, líkt og 1929 í ísafjarðardjúpi og mikið lopt í mag-
anum. Átan var nýgleypt eða hálfmelt og svo megn var
rauðátumeltan, þar sem hún var í görnunum, að kvið-
arinn var farinn að leysast upp kl. 5 e. m. á síld sem
var veidd um morguninn, við það að görnin lá upp