Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1931, Side 48

Andvari - 01.01.1931, Side 48
44 Síra Eiríhur Briem, prófessor. Andvari þótti fróðlegt að hlýða á, og vakti það undrun mína, hve fjölfróður hann var. Þá var bezt tækifæri til að kynnast skoðunum hans sjálfs um mörg fjarskyld efni. Oft ræddi hann um merka menn og viðburði úr mann- kynssögunni; var hann stálminnugur á ártöl sögunnar og taldi gagnlegt að setja þau á sig til að hafa ljóst yfirlit yfir atburðaröðina. Þó voru þau ekkert aðalatriði í sögukunnáttu hans. Atburðirnir og tildrög þeirra lágu Ijósast fyrir honum og gáfu honum svigrúm til sjálf- stæðra íhugana um menn og málefni. Sögu-persónurnar urðu svo lifandi í frásögn hans og atburðirnir svo skýrir, að margt af því, sem hann sagði frá, festist betur í minni mínu en flest annað, er ég hefi numið í sögu; er mér sumt af því enn minnisstætt. Hann var og manna bezt að sér í ættfræði og hafði fundið nýja skipun á ættar- tölum, sem hann taldi hentuga. Hvað hann það fjarri, að ættfræðin væri þur fræðigrein, því að mannanöfnun- um hlyti jafnan að fylgja merkilegur sögufróðleikur. Hann var fjölfróður í heimspeki, og kom það oft fram i umræðum. Mat hann sérstaklega mikils rit Her- bert Spencers og vitnaði oft til skoðana hans. Um stjörnufræði og landafræði ræddi hann oft og sagði frá uppgötvunum og brautryðjöndum á því sviði. Varð hann fyrstur til að kenna mér að þekkja helztu stjörnumerki, og varð það til þess, að eg fékk mér stjörnufræðirit og stjörnukort og leitaðist við að kynnast stjörnufræð- inni nánara. Hann kenndi mér fyrstur að þekkja helztu fjöllin í fjaliahringnum hér í kringum Reykjavík eitt sinn, er við vorum á gangi út úr bænum. Hann var einkar fróður um þá menn, er fengizt höfðu við landafræði- lannsóknir og hafði mikla ánægju af að lesa ferða- bækur þeirra. Við okkur sveitapiltana ræddi hann oft um búskap;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.