Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 48
44
Síra Eiríhur Briem, prófessor.
Andvari
þótti fróðlegt að hlýða á, og vakti það undrun mína,
hve fjölfróður hann var. Þá var bezt tækifæri til að
kynnast skoðunum hans sjálfs um mörg fjarskyld efni.
Oft ræddi hann um merka menn og viðburði úr mann-
kynssögunni; var hann stálminnugur á ártöl sögunnar
og taldi gagnlegt að setja þau á sig til að hafa ljóst
yfirlit yfir atburðaröðina. Þó voru þau ekkert aðalatriði
í sögukunnáttu hans. Atburðirnir og tildrög þeirra lágu
Ijósast fyrir honum og gáfu honum svigrúm til sjálf-
stæðra íhugana um menn og málefni. Sögu-persónurnar
urðu svo lifandi í frásögn hans og atburðirnir svo skýrir,
að margt af því, sem hann sagði frá, festist betur í minni
mínu en flest annað, er ég hefi numið í sögu; er mér
sumt af því enn minnisstætt. Hann var og manna bezt
að sér í ættfræði og hafði fundið nýja skipun á ættar-
tölum, sem hann taldi hentuga. Hvað hann það fjarri,
að ættfræðin væri þur fræðigrein, því að mannanöfnun-
um hlyti jafnan að fylgja merkilegur sögufróðleikur.
Hann var fjölfróður í heimspeki, og kom það oft
fram i umræðum. Mat hann sérstaklega mikils rit Her-
bert Spencers og vitnaði oft til skoðana hans. Um
stjörnufræði og landafræði ræddi hann oft og sagði frá
uppgötvunum og brautryðjöndum á því sviði. Varð hann
fyrstur til að kenna mér að þekkja helztu stjörnumerki,
og varð það til þess, að eg fékk mér stjörnufræðirit
og stjörnukort og leitaðist við að kynnast stjörnufræð-
inni nánara. Hann kenndi mér fyrstur að þekkja helztu
fjöllin í fjaliahringnum hér í kringum Reykjavík eitt sinn,
er við vorum á gangi út úr bænum. Hann var einkar
fróður um þá menn, er fengizt höfðu við landafræði-
lannsóknir og hafði mikla ánægju af að lesa ferða-
bækur þeirra.
Við okkur sveitapiltana ræddi hann oft um búskap;