Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 23
Andvari
Síra Eirlkur Briem, prófessor.
19
bændum sem síra Eiríki og frú Guðrúnu. Þau hefðu
látið sér eins annt um hjúin og þau wæru börnin
þeirra.
Haustið 1879 fór Eiríkur utan og dvaldist erlendis
vetrarlangt. Dvaldist hann lengst í Kaupmannahöfn; las
þar heimspeki og hlýddi á heimspekifyrirlestra í háskól-
anum. Síðla vetrar fór hann til Þýzkalands og kom í
för þeirri til margra merkra borga og sögustaða. Frá
Þýzkalandi fór hann til Lundúna og þaðan norður yfir
England og Skotland til Edinborgar og síðan heimleiðis
weð póstskipi til Reykjavíkur.
í desembermánuði 1879, meðan síra Eiríkur dvaldist
> Kaupmannahöfn, andaðist Jón Sigurðsson forseti og
Ingibjörg Einarsdóttir kona hans. Eiríkur flutti húskveðju
yið útför þeirra beggja og líkræðu við jarðarför Jóns.
^á um veturinn samdi hann »yfirlit yfir ævi Jóns Sig-
nrðssonar*, er birtist í Andvara 1880 (6. ár). Hafa ýmsir
fróðir menn talið, að það væri með beztu ævisöguágrip-
um, sem samin hafa verið á íslenzku. Er þar í fáum
orðum, en þó með Ijósum rökum, sagt frá ævi Jóns,
störfum, stefnum og framkvæmdum í opinberum málum.
Er auðséð, að Eiríkur hefir haft mjög miklar mætur á
lóni; telur hann, að þjóðin muni ávallt minnast hans
sem eins hins bezta og ágætasta manns, er á íslandi
bafi alizt. Enda hafði Eiríkur átt frumkvæði að því 1875,
að skorað var á alþingi að veita Jóni heiðurslaun fyrir
Vel unnið starf í þágu þjóðarinnar, sem svo gekk fyrir-
stöðulaust fram á þinginu. — Eigi að síður gerir Eiríkur
1 ^viágripinu sanngjarnlega og glögga grein fyrir mál-
stað mótstöðumanna Jóns í opinberum málum, bæði
'Jtan þings og innan, og bendir til þess jafnvel, að Jón
iaurðsson kunni að hafa séð sumt í bjartara ljósi hér
eima fyrir en í raun og veru átti sér stað, vegna