Andvari - 01.01.1931, Side 44
40
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
Andvari
honum þótti óhæfa að þær fengju eigi að njóta sín til
frekara náms. En foreldrarnir höfðu enga getu til að
styrkja hann til skólanáms. Það varð þá úr, að Eirikur
kenndi honum undir skóla og kostaði hann síðan til
náms bæði í latínuskólanum og læknaskólanum. Síðustu
árin sem Eiríkur bjó í Steinnesi, var faðir piltsins fjár-
maður hjá honum, til þess að geta dálítið stutt að námi
sonar síns fyrstu árin. Piltur þessi var Oddur Jónsson
siðast læknir í Reykhólahéraði vestra (varð stúdent 1883
og kandídat 1887).
Um sama leyti sem hann tók Odd að sér, stóð honum
til boða annar fátækur drengur, sem vinnumaður eða
léttadrengur, er líka vildi njóta nokkurrar kennslu. En
Eiríkur gat ekki tekið hann, af því að hann hafði fullskipað
fólki. Ailmörgum árum síðar kom piltur þessi um haust
iil Reykjavíkur og vildi þá snúa sér að námi. Var hann
þá kominn yfir tvítugt og átti engan að og ekki annað
fé en það, sem hann hafði unnið sér inn um sumarið.
Leitaði hann þá til Eiríks. Útvegaði hann honum fría
kennslu undir skóla og tók hann í fæði. Komst piltur-
inn vorið eftir inn í annan bekk latínuskólans og var
með þeim efstu. Var Eiríkur honum góður haukur í
horni eftir það, meðan hann var við nám.
Félaus piltur, er engan stuðningsmann átti, hafði tekið
próf inn í latínuskólann; vantaði hann fjárhaldsmann, er
hann kom til náms í skólann. Hann hitti marga mæta
borgara í bænum og mæltist til þess, að þeir gerðust fjár-
haldsmenn sínir. Allir skoruðust þeir undan því; báru
það fyrir, að þeir hefðu svo marga í fjárhaldi, að þeir
gætu eigi bætt við sig fleiri, eða höfðu aðrar afsakanir.
En það sanna var, að þeim leizt ekki á blikuna með
járhag hans. Að lokum leitaði hann til Eiríks. Hann
gerðist fjárhaldsmaður hans og gaf honum fæði um vetur-