Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 17
Andvari
Sfr* Eiríkur Briera, prófessor.
13
í þeim greinum, hafði hún gott lag á að glæða smekk-
vísi nemenda sinna i ýmsu því, er að hannyrðum laut
og klæðaburði. Heimilið í Steinnesi var í þá daga
fræðslu-miðstöð prestakallsins. Ef margir prestar í þá daga
og síðar hefðu verið jafnáhugamiklir sem Eiríkur Briem
í því að auka fræðslu barna og unglinga í sóknum
sínum, hefði það orðið mikill styrkur og efling heima-
fræðslunni í sveitum landsins. Hefði þá getað svo farið,
að þessi merkilega og þjóðlega menningarstarfsemi ís-
lenzku heimilanna, sem varla hefir átt sinn líka í öðrum
menningarlöndum, hefði náð að þróast eftir þörfum
komandi tíma í stað þess, að víkja fyrir erlendum
fræðslustefnum.
Sóknarbörn Eiríks fengu miklar mætur á honum sem
presti. Öll framkoma hans var slík, að vakti virðingu
þeirra og traust. Þegar einhver vandamál bar mönnum
þar að höndum, var það venja þeirra að snúa sér til
hans og leita ráða. Þótti flestum sem þar væri helzt
trausts að leita, og var það almæli, að hann reyndist
bæði ráðsvinnur og ráðhollur.
Meðan Eiríkur var prestur í Steinnesi, tók hann all-
mikinn þátt í ýmsum málum sveitar sinnar og héraðsins.
Hann gerði sér þó ekki far um, svo sera sumum er
títt, að ota sjálfum sér fram til slíks eða draga í sínar
hendur forráð slíkra mála í sveit sinni eða héraðinu.
En því meira leituðu menn eftir liðsinni hans og ráð-
um í þeim málum, er efst voru á baugi. Hann var
glöggur á menn og sá fljótt, hverir voru hyggnir, vel-
viljaðir og nýtir starfsmenn til opinberra framkvæmda í
héraðinu. í stað þess að ganga sjálfur fram fyrir skjöldu,
studdi hann slíka menn í störfum þeirra fyrir héraðið,
og efldi traust þeirra og áhrif meðal héraðsbúa. Ásgeir
Einarsson var þá bósdi á Þingeyrum. Hann var mikill